Í dag komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið í bága við mannréttindasáttmála Evrópu við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021. Magnús Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem ekki komust á þing í kjölfar endurtalningarinnar, fóru með málið fyrir dómstólinn.
Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að íslenska ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.
Endurtalningin árið 2021 hafði þau áhrif að fimm þingmenn komust á þing sem ekki var útlit fyrir að næðu inn í fyrstu. Það voru þeir Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannson, Orri Páll Jóhannsson, Guðbrandur Einarsson og Gísli Rafn Ólafsson.
Áfellisdómur fyrir þingið sem dragi úr trausti til þess
„Brot á rétti einnar manneskju til frjálsra kosninga er brot á rétti okkar allra,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurður um afstöðu sína til úrskurðar MDE. „Það …
Athugasemdir (4)