Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðandi ummæli um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Ummæli sem Páll hefur látið falla um Aðalstein voru dæmd dauð og ómerk. Aðalsteinn fær 450.000 krónur í bætur með dráttarvöxtum. Páli verður gert að greiða Aðalsteini 1,4 milljónir í málskostnað. Páll mætti sjálfur ekki í dómsuppkvaðninguna en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, var viðstaddur. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Ummælin sem hafa verið dæmd ómerk eru eftirfarandi:
- 2. apríl 2022:
- „...og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“
- 25. ágúst 2022:
- „Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir.“
- 28. október 2022:
- „Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.“
- „Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og …
Athugasemdir (4)