Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
Um 34 þúsund manns mótmæla því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra Mynd: Golli

Alls hafa um 34.000 einstaklingar skrifað undir undirskriftalista þar sem veru Bjarna Benediktssonar í stóli forsætisráðherra er mótmælt. Fjöldi undirskrifta hefur vaxið hratt síðan listinn var stofnaður í fyrradag.

Fleiri hafa nú skrifað undir listann en samanlagður fjöldi atkvæða sem kjósendur greiddu Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum í síðustu Alþingiskosningum. Úr þremur stærstu kjördæmum landsins fékk flokkurinn samtals 33.169 atkvæði haustið 2021.  

 Vex hratt en á langt í land  

Söfnunin á enn nokkuð í land til að komast nálægt stærstu undirskriftasöfnunum í sögu landsins. Enn vantar um 50.000 undirskriftir til þess að ná tveimur stærstu undirskriftasöfnunum sem efnt hefur verið til hér á landi. Það eru undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar árið 2018 og InDefence söfnunin 2008.  

Á þremur mánuðum skrifuðu tæplega 83.729 manns undir lista Kára Stefánssonar, þar sem skorað var á ríkið til þess að eyða ellefu prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Er það stærsta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    forsetar íslands hafa verið huglausar gungur . . . ég mun reka ALLA ríkisstjórnina þegar ég verð forseti . . .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár