Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Evrópuþing þrengir að hælisleitendum

Nýr sátt­máli Evr­ópu­þings herð­ir veru­lega regl­ur um fólks­flutn­inga og hæl­is­leit­end­ur.

Evrópuþing þrengir að hælisleitendum
Forsetinn Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA

Evrópuþingið samþykkti umfangsmikinn sáttmála um fólksflutninga og hælisleitendur með naumum meirihluta. Sáttmálinn gerir núverandi reglur langtum strangari. Auðveldara verður að brottvísa hælisleitendum og ríkjum ESB fjær landamærunum er gert að deila byrðinni með því að taka að sér fleiri hælisleitendur eða veita landamæraríkjum, eins og Ítalíu og Grikklandi, fjármagn í staðinn. 

Sáttmálinn er afrakstur víðs samráðs flokka frá vinstra megin við miðju til hins hefðbundna hægris og er talin tilraun til að endurheimta fylgistap til popúlískra flokka í innflytjendamálum. Öfga-hægri flokkar segja sáttmálann alltof linan, en flokkar lengst til vinstri ásamt meira en 160 mannréttindasamtökum, þar á meðal Amnesty International og Human Rights Watch, gagnrýna sáttmálann harðlega og segja hann munu leiða til frekari þjáningar, minni verndar og mannréttindabrota.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár