Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bandarísk stjórnvöld íhuga að fella niður ákærur á hendur Assange

Fyrr í dag gaf Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, í skyn að banda­rísk stjórn­völd íhug­uðu nú að fella nið­ur ákær­ur á hend­ur Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. „Við er­um að íhuga það,“ sagði Joe Biden, þar sem hann gekk í hægð­um sín­um með dökk sólgler­augu.

Bandarísk stjórnvöld íhuga að fella niður ákærur á hendur Assange
Bandaríkjaforseti Ummæli Joe Biden í dag gætu verið góðar fréttir fyrir Julian Assange. Mynd: AFP

Fyrr í dag gaf Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í skyn að bandarísk stjórnvöld íhuguðu nú að fella niður ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.

Nú er Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, búinn að vera í fimm ár í Belmarsh fangelsinu; einu mesta öryggisfangelsinu í Bretlandi – þar sem hann er enn og berst gegn framsali til Bandaríkjanna. Hann hefur verið þar síðan lögreglan handtók hann í sendiráði Ekvador í London, í apríl árið 2019.

Ákæruliðir byggja á njósnalöggjöf frá 1917

 Í mars síðastliðnum úrskurðaði breski hæstarétturinn að Julian Assange fengi að áfrýja framsalsbeiðni Bandaríkjanna, þar sem 175 ára fangelsi vomir yfir honum. Mál hans verður tekið fyrir á ný þann 20. maí.  

Í úrskurðinum var farið fram á að Assange myndi ekki verða framseldur ef að Bretum hefði ekki borist skrifleg staðfesting á því að í Bandaríkjunum yrðu grundvallar mannréttindi hans virt.

Fari svo að Assange verði framseldur á hann von á hámarksrefsingu fyrir átján ákæruliði sem byggja á bandarískri njósnalöggjöf frá árinu 1917. Það er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem mál er rekið gegn blaðamanni grundvallað á henni.

„Við erum að íhuga það“

 Síðastliðinn febrúar hafði ástralska þingið samþykkt ályktun þess efnis að Assange fengi að snúa aftur til Ástralíu en stjórnvöld þar hafa lengi þrýst á Bandaríkin að fella ákærurnar niður. Biden var í Washington í dag þegar fréttamenn spurðu hvort hann myndi verða við því.

„Við erum að íhuga það, svaraði Joe Biden, þar sem hann gekk í hægðum sínum með dökk sólgleraugu, nokkuð hlutlaus á svip, eftir hvítum gangi og bandaríski fáninn skyggði á hann. Svar sem gæti glætt von fyrir Assange að það grilli í ljós við enda ganga hans – að mati fréttaritara, James Matthews, hjá Sky News sem telur að hann hafi ástæðu til bjartsýni í kvöld.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár