Bandarísk stjórnvöld íhuga að fella niður ákærur á hendur Assange

Fyrr í dag gaf Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, í skyn að banda­rísk stjórn­völd íhug­uðu nú að fella nið­ur ákær­ur á hend­ur Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. „Við er­um að íhuga það,“ sagði Joe Biden, þar sem hann gekk í hægð­um sín­um með dökk sólgler­augu.

Bandarísk stjórnvöld íhuga að fella niður ákærur á hendur Assange
Bandaríkjaforseti Ummæli Joe Biden í dag gætu verið góðar fréttir fyrir Julian Assange. Mynd: AFP

Fyrr í dag gaf Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í skyn að bandarísk stjórnvöld íhuguðu nú að fella niður ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.

Nú er Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, búinn að vera í fimm ár í Belmarsh fangelsinu; einu mesta öryggisfangelsinu í Bretlandi – þar sem hann er enn og berst gegn framsali til Bandaríkjanna. Hann hefur verið þar síðan lögreglan handtók hann í sendiráði Ekvador í London, í apríl árið 2019.

Ákæruliðir byggja á njósnalöggjöf frá 1917

 Í mars síðastliðnum úrskurðaði breski hæstarétturinn að Julian Assange fengi að áfrýja framsalsbeiðni Bandaríkjanna, þar sem 175 ára fangelsi vomir yfir honum. Mál hans verður tekið fyrir á ný þann 20. maí.  

Í úrskurðinum var farið fram á að Assange myndi ekki verða framseldur ef að Bretum hefði ekki borist skrifleg staðfesting á því að í Bandaríkjunum yrðu grundvallar mannréttindi hans virt.

Fari svo að Assange verði framseldur á hann von á hámarksrefsingu fyrir átján ákæruliði sem byggja á bandarískri njósnalöggjöf frá árinu 1917. Það er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem mál er rekið gegn blaðamanni grundvallað á henni.

„Við erum að íhuga það“

 Síðastliðinn febrúar hafði ástralska þingið samþykkt ályktun þess efnis að Assange fengi að snúa aftur til Ástralíu en stjórnvöld þar hafa lengi þrýst á Bandaríkin að fella ákærurnar niður. Biden var í Washington í dag þegar fréttamenn spurðu hvort hann myndi verða við því.

„Við erum að íhuga það, svaraði Joe Biden, þar sem hann gekk í hægðum sínum með dökk sólgleraugu, nokkuð hlutlaus á svip, eftir hvítum gangi og bandaríski fáninn skyggði á hann. Svar sem gæti glætt von fyrir Assange að það grilli í ljós við enda ganga hans – að mati fréttaritara, James Matthews, hjá Sky News sem telur að hann hafi ástæðu til bjartsýni í kvöld.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár