Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er sama fólkið — með sömu stefnu — í nýjum stólum“

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi nýja rík­is­stjórn fyr­ir stefnu­leysi and­spæn­is flókn­um, að­kallandi verk­efn­um. Í ræðu sinni á Al­þingi í dag sagði hún að eng­ar meiri­hátt­ar stefnu­breyt­ing­ar hafi ver­ið gerð­ar við end­ur­skipu­lagn­ingu á nýrri rík­is­stjórnn eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra.

„Þetta er sama fólkið — með sömu stefnu — í nýjum stólum“
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, , segir nýja ríkisstjórn vera aðeins nýja að nafninu til og ríkisstjórnarflokkarnir muni þurfa svara fyrir stefnuleysi sitt í komandi kosningum. Mynd: Golli

Fyrsti þingfundur nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar fór fram í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu endurnýjað stjórnarsamstarf flokkanna þriggja fyrir stefnu- og getuleysi til þess að beita sér fyrir í mikilvægum málaflokkum sem talin eru áríðandi. 

Í kjölfar yfirlýsingar nýs forsætisráðherra og andsvara tóku við sérstakar umræður þar sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar gafst tækifæri til að tjá sig um nýju ríkisstjórnina. 

Fyrst til þess að taka til máls var Kristrún Frostadóttir sem sagði ríkisstjórnina ekki geta orðið við kröfum þjóðarinnar um árangur án þess að breyta um stefnu. Ekki sé nóg að stokka upp ráðherrastólum.  

„Þetta er sama fólkið — með sömu stefnu — í nýjum stólum.“

Fráfarandi ríkisstjórn hafi skilið lítið eftir sig og náð litlum árangri á sviði efnahagsmála, samgöngumála, útlendingamála og fleira. Taldi hún að stjórnarflokkarnir hefðu átt að nýta tækifærið við endurnýjun samstarfsins til þess að boða skýra stefnubreytingu. Það hafi hins vegar ekki verið gert. …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár