Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta þingfundi sem haldinn frá því að ný stjórn var mynduð.
Á þingfundinum, sem upphaflega átti að fara fram í gær en var frestað vegna fyrirhugaðra stjórnarskipta, var eitt mál til umræðum sem bar yfirskriftina: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana.
Í ræðu sinni kynnti Bjarni Benediktsson þingheimi fyrir helstu stefnumálum endurnýjaðrar ríkisstjórninar. Í máli sagði Bjarni að ríkisstjórnin hafi fengið ýmis óvænt verkefni sem hann vildi meina að hafi tekist vel við að leysa.
„Það gengur vel á Íslandi en verkefninu er aldrei lokið að halda áfram að byggja upp landið okkar, gera enn betur í dag en í gær. En þeim árangri sem hefur náðst og áfram stefnir í má ekki raska með pólitískum óstöðugleika,“ sagði forsætisráðherra og lagði þar áherslu á málaflokka á borð …
Athugasemdir