Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hart sótt að nýjum forsætisráðherra á þingi

Á þing­fundi sem hald­inn var í dag klukk­an þrjú var ný og end­ur­skipu­lögð rík­is­stjórn und­ir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar tek­in til um­ræðu. For­sæt­is­ráð­herra sagði stjórn­ina tryggja þann póli­tíska stöð­ug­leika sem væri nauð­syn­leg­ur til þess að ljúka þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem framund­an eru. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar gagn­rýndu nýja rík­is­stjórn harð­lega og töldu hana óhæfa til þess að ljúka þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem framund­an eru.

Hart sótt að nýjum forsætisráðherra á þingi
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra , hóf þingfundin á því að gera grein fyrir helstu áherslumálum endurnýjaða stjórnarsamstarfsins Mynd: Golli

Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta þingfundi sem haldinn frá því að ný stjórn var mynduð. 

Á þingfundinum, sem upphaflega átti að fara fram í gær en var frestað vegna fyrirhugaðra stjórnarskipta,  var eitt mál til umræðum sem bar yfirskriftina: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana. 

Í ræðu sinni kynnti Bjarni Benediktsson þingheimi fyrir helstu stefnumálum endurnýjaðrar ríkisstjórninar. Í máli sagði Bjarni að ríkisstjórnin hafi fengið ýmis óvænt verkefni sem hann vildi meina að hafi tekist vel við að leysa.

„Það gengur vel á Íslandi en verkefninu er aldrei lokið að halda áfram að byggja upp landið okkar, gera enn betur í dag en í gær. En þeim árangri sem hefur náðst og áfram stefnir í má ekki raska með pólitískum óstöðugleika,“ sagði forsætisráðherra og lagði þar áherslu á málaflokka á borð …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár