Lögreglan handtók mótmælanda með því að binda hann bæði á höndum og fótum og setja hann þannig inn í lögreglubíl við Bessastaði fyrr í kvöld. Sjónarvottur telur að sparkað hafi verið í manninn.
Að sögn Árna Péturs Árnasonar, formanns Pírata í Kópavogi, var maðurinn handtekinn vegna þess að hann var vitlausu megin við límband lögreglunnar að mati hennar. „Hann var samt bara á gangstéttinni hinum megin við götuna. Þá var hann snúinn niður og hann var bundinn bæði á höndum og fótum og svo borinn inn í bíl og lagður á jörðina fyrir framan bílinn,“ segir Árni Pétur við Heimildina.
Telur Árni Pétur að lögreglan hafi staðsett bílinn með tilteknum hætti svo ekki væri hægt að mynda atvikið. „Þau lögðu hann þarna á jörðina, hálfvegis út úr bílnum og þá virðist lögregluþjónninn sparka í hann.“
Ein kona var að hans sögn handtekin til viðbótar, og nokkrir færðir af veginum með …
Athugasemdir (3)