Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan handtók mótmælanda við Bessastaði með því að binda hann á höndum og fótum

Lög­regl­an beitti tals­verðri hörku við mót­mæl­end­ur við Bessastaði í kvöld. Tvö voru hand­tek­in, ann­að þeirra var bund­ið nið­ur á bæði hönd­um og fót­um. Að sögn sjón­ar­votts spark­aði lög­regla í við­kom­andi.

Mótmæli Fólkið safnaðist saman til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

Lögreglan handtók mótmælanda með því að binda hann bæði á höndum og fótum og setja hann þannig inn í lögreglubíl við Bessastaði fyrr í kvöld. Sjónarvottur telur að sparkað hafi verið í manninn.

Að sögn Árna Péturs Árnasonar, formanns Pírata í Kópavogi, var maðurinn handtekinn vegna þess að hann var vitlausu megin við límband lögreglunnar að mati hennar. „Hann var samt bara á gangstéttinni hinum megin við götuna. Þá var hann snúinn niður og hann var bundinn bæði á höndum og fótum og svo borinn inn í bíl og lagður á jörðina fyrir framan bílinn,“ segir Árni Pétur við Heimildina. 

Telur Árni Pétur að lögreglan hafi staðsett bílinn með tilteknum hætti svo ekki væri hægt að mynda atvikið. „Þau lögðu hann þarna á jörðina, hálfvegis út úr bílnum og þá virðist lögregluþjónninn sparka í hann.“ 

Ein kona var að hans sögn handtekin til viðbótar, og nokkrir færðir af veginum með …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Færi vel á því að blaðamaður færi fram á að sjá myndefni úr búkmyndavélum á staðnum.
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eru þeir ekki með bukmyndavelar alltaf ,? En sá er tilgangur myndavélarnar. Ef lögreglan getur slökkt a vélinni eru þær tilgangslausar.
    5
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Ef einhver hefur haldið að Ísland sé land lýðræðis þá þarf sá sami að skoða betur söguna, ísland er lögreggluríki og hefur verið frá 1944.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár