Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna mun taka við af Svandísi Svavarsdóttur sem matvælaráðherra. Bjarni Benediktsson mun taka við sem forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson mun taka við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þessar breytingar á ríkisstjórninni voru tilkynntar á blaðamannafundi í Hörpu kl. 14.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, mun halda sig í félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sömuleiðis verður allt með kyrrum kjörum hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Guðlaugi Þór Þórðarssyni, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Lilju Alferðsdóttur og Willum Þór Þórssyni.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun hins vegar snúa aftur í utanríkisráðuneytið en Þórdís Kolbrún tók við sem fjármálaráðherra 14. október í fyrra af Bjarna Benediktssyni og hefur því setið í því embættinu í tæpa fimm mánuði.
Það er stysti tími sem kvenkyns ráðherra hefur gegnt embætti fjármálaráðherra. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsta konan til gegna embættinu og sinnti hún því í níu mánuði og …
Athugasemdir (3)