Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Maður á ekki að berja neina hesta, ekki dauða heldur“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir í við­tali við Heim­ild­ina að það sé ekki rétt að líkja vinn­unni við að tryggja áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf við að berja dauð­an hest. Hann seg­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn vera reiðu­bú­inn til að halda sam­starf­inu áfram en gat ekki tjáð sig nán­ar um hvaða breyt­ing­ar verði gerð­ar á skip­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Framsókn muni styðja áframhaldandi stjórnsamstarf en gat ekki tjáð sig nánar um hvernig það samstarf muni líta út.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki geta tjáð sig mikið að svo stöddu um hvernig áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf muni líta út. Blaðamaður Heimildarinnar tók formann Framsóknarflokksins tali skömmu eftir að fundi þingflokksformanna á Alþingi lauk. 

„Við vorum bara að ræða áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf sem hefur auðvitað verið til umfjöllunar milli formanna flokkanna núna um helgina,“ sagði Sigurður Ingi spurður um hvað var rætt á fundinum.

Ríkisstjórnarsamstarfið hefur undanfarið gengið brösuglega og hefur ýmsum þótt þreyta vera komin í samstarf stjórnarflokkanna. Spurður hvort líkja mætti tilraunum stjórnarflokkanna til þess að endurskipuleggja stjórnarsamstarfið við það að berja dauðan hest segir Sigurður Ingi svo ekki vera.

„Maður á ekki að berja neina hesta, ekki dauða heldur. En þetta er engan veginn þannig. Þetta er fyrst og fremst, við höfum notað síðustu daga til þess að fara yfir málin. Þetta er svona ákveðin áskorun sem gerist óvænt þegar forsætisráðherra hverfur af braut og eðlilegt að við tökum nokkra daga í það.“    

Framsókn styður áframhaldandi samstarf 

Þá segist Sigurður Ingi vænta þess að nánari skýringa á samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna megi vænta síðar í dag. 

„Við munum skýra nánar frá öllum hlutum er varða þessa ákvörðun okkar, annars vegar þingflokksins og þingflokka annarra stjórnarflokka seinna í dag af því að málið er enn til umfjöllunar í einum þingflokknum, eða í einum flokknum.“

Þar á Sigurður eflaust við Vinstri græn en þingflokksfundur hófst hjá þeim klukkan ellefu og stóð enn yfir þegar viðtalið var tekið um hádegið.

„[M]ér finnst óeðlilegt að ég sé að upplýsa meira heldur en bara við í Framsókn erum tilbúin til þess að halda þessu samstarfi áfram.“

Spurður hvort hann muni taka við fjármálaráðuneytinu segist Sigurður ekki geta tjáð sig um nokkurn skapaðan hlut fyrr en seinna í dag. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár