Framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka brilljant

Jóni Gn­arr finnst um­hugs­un­ar­vert að Katrín Jak­obs­dótt­ir, mann­eskja í ráð­andi póli­tískri stöðu, blandi sér í bar­áttu um for­seta­embætt­ið með það for­skot sem hún hef­ur um­fram aðra.

Framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka brilljant
Vill verða forseti Jón Gnarr tilkynnti á þriðjudag að hann byði sig fram til forseta Íslands. Mynd: Golli

K

atrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hún ætlaði að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún yrði við það fyrsti sitjandi forsætisráðherrann í Íslandssögunni til að gera slíkt.

Í viðtali við Heimildina segir Jón Gnarr, sem er líka í framboði, að mögulegt framboð Katrínar sé sögulegt, og mjög athyglisvert. „Ég gæti talið margt gegn því og mér finnst svolítið umhugsunarvert að manneskja í ráðandi pólitískri stöðu blandi sér í svona baráttu með það forskot sem hún hefur umfram aðra. Ég veit ekki betur en að forsætisráðherra sé í stanslausum ferðum um landið sem forsætisráðherra sem margt af þessu fólki er að reyna að safna pening til að geta gert. En hún hefur verið á vegum ríkissjóðs að gera það. Ég held að það mætti alveg skoða að telja það sem ákveðna kosningabaráttu sem væri þá ekki alveg ærleg. Það væri þá falin kosningabarátta. En svo þarf það ekkert að vera þannig. 

Mér finnst þetta umhugsunarvert út frá siðferðilegu og lýðræðislegu sjónarmiði. Ég á ekki von á öðru en að Katrín muni fá harða gagnrýni einmitt fyrir þetta. Ég held að það gæti orðið svolítið þungur róður. Það þarf þó ekkert að vera algjörlega rangt að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta. Það getur alveg verið að það sé algjörlega brilljant. Mér finnst að minnsta kosti spennandi að vera hluti af þeim kosningum sem það gerist.“

Með hlutverk við ríkisstjórnarmyndun

Það eru ýmis pólitísk úrlausnarefni sem lenda á borði forseta. Hann heldur til að mynda utan um veitingu stjórnarmyndunarumboðs og hefur hlutverki að gegna í stjórnarmyndun, þótt deilt sé um hversu raunverulegt það hlutverk sé.

Næstu þingkosningar verða í síðasta lagi haustið 2025, og mögulega fyrr. Það mun því fljótt reyna á nýjan forseta í þessu hlutverki. Sitjandi forseti fékk bæði kosningar og margra mánaða stjórnarkreppu í fangið á fyrsta hálfa árinu eftir að hann tók við embætti þar sem stjórnarmyndunarumboðið gekk á milli leiðtoga eins og kefli í boðhlaupi með of mörgum keppendum. Fyrir liggur, samkvæmt könnunum, að níu stjórnmálaflokkar gætu átt ágætis möguleika á því að ná inn fulltrúa á þing og miklar tilfærslur hafa orðið á fylgi flokka frá síðustu kosningum. Allt þetta gæti leitt til flókinnar stöðu sem forseti þyrfti að koma að.

Að mati Jóns er það stór hluti af sameiningarhlutverki forsetans að leggja sitt af mörkum við myndum ríkisstjórnar. „Að hjálpa til og leggja eitthvað til málanna um að mynda stjórn yfir landinu. Ég myndi taka það mjög alvarlega og leggja mjög hart af mér við að reyna að miðla málum ef þess þarf með.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jakob Bragi Hannesson skrifaði
    Já, kannski í ráðandi ,,pólitískri" stöðu en skilur eftir sig VG í 5% fylgi. Hún hefur ekkert forskort þar sem störf hennar hafa öll verið í þjónkun við elítu landsins. Hún hefur skilið eftir sig sviðna jörð í pólitíkinni og flokkur hennar er við það að þurrkast út.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Feiti hestuinn hefur farið í megrun. Kv.Siggi.
    -5
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Í tilfelli Katrínar er ekki u7m neitt siðferði að ræða þar sem konan sú virðist siðlaus með öllu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár