Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hommahvirfilbylur – Hinsegin raddir verða að heyrast hærra

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Funa­lind 2, hjá Leik­fé­lagi Kópa­vogs, að sjá verk­ið: „… og hvað með það?“ Hún skor­ar á hinseg­in og kynseg­in radd­ir að taka upp penna og skrifa um raun­veru­leika sinn.

Hommahvirfilbylur –  Hinsegin raddir verða að heyrast hærra
Leikhús „Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka.“
Leikhús

„… og hvað með það?“

Niðurstaða:

Lab Loki

Leikhúsið, Funalind 2 / Leikfélag Kópavogs

Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Ljós og hljóð: Arnar Ingvarsson

Gefðu umsögn

Tveir karlmenn hittast á óræðum stað. Hittast þeir til að ríða í rjóðri? Hittast þeir á höfuðborgarsvæðinu? Hittast þeir í Grikklandi til forna? Hittast þeir til að dást að sér eins og Narsissus í læknum? Hittast þeir til að tala saman af fullri alvöru? Hittast þeir til að horfa á sjálfan sig í fúlustu alvöru?

Eitt er víst að þeir hittast á litlu leiksviði í Kópavogi þar sem leikhópurinn Lab Loki hefur fundið nýjan tímabundinn samastað á jaðrinum, eins og svo oft áður. Leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson er við stjórn, eða reyndar óstjórn. Hann gefur leikurunum lausan taum, finnur sögum þeirra farveg og amast ekki yfir því þegar eitthvað fer úrskeiðis. Allt er í boði, allt er í lagi, allt er til umræðu.

„Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika“

Árni Pétur er leynivopn í íslensku leikkhúsi

Á síðasta ári stóð Lab Loki fyrir uppfærslu á Marat/Sade eftir Peter Weiss í Borgarleikhúsinu þar sem leikarar á efri árum komu saman til að framreiða fortíðina, með öllum sínum beyglum og ölduróti, yfir í nútíðina. Sýningin heppnaðist kannski ekki fullkomlega en var skínandi dæmi um hvernig ófullkomið leikhús getur stuðað, hvatt áhorfendur til hugsunar og síðast en ekki síst skemmt.

„… og hvað með það?“ vekur svipaðar tilfinningar og Marat/Sade þó að hláturinn sé ríkjandi að þessu sinni í bland við tregafullan harm. Textinn er samsuða af spuna, eigin texta leikara og örstutt brot úr verkum á borð við Englar í Ameríku eftir Tony Kuschner, Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, Bent eftir Martin Sherman, sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um tilveru samkynhneigðra karlmanna.

Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka. Frelsið hreinlega geislar af honum sem og hispursleysið. Hann daðrar, grínast, dansar og á einhverjum tímapunkti geltir, í algjörlega óborganlegu atriði. Sigurður Edgar er kannski ekki kunnugur íslenskum leikhúsáhorfendum en hann hefur dvalið og þróað sína list í Svíþjóð undanfarin ár. Raddstyrkur og leiktækni hans eru kannski ekki á sama stigi og hjá Árna en Sigurður bætir það upp með dansandi lipurð og kímnigáfu. Sigurður er mótvægi við Árna en þeir styðja líka hvor annan. Kennir sá eldri hinum yngri eða öfugt? Eða kannski bæði?

Áskorun til hinsegin eða kynsegin einstaklinga að skrifa leikverk

Eins og pistillinn ber með sér er „… og hvað með það?“ upplifun frekar en leiksýning sem hefur upphaf, miðju og endi. Fortíð, samtíð og framtíð grautast saman í vellingi þar sem hinseginleikinn er aðal bragðbætirinn. Örfáar sýningar eru eftir en leikhúsgestir eru hvattir til að taka sér drottningarnar á Priscillu til fyrirmyndar og skella sér í ævintýraferð upp í Kópavog, þar sem allt getur gerst.

Nokkur ögrandi lokaorð eru við hæfi sem niðurlag þessa pistils … Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika. Þetta er ekki spurning heldur hvatning og áskorun. Hinsegin raddir verða að heyrast hærra og á stærri leiksviðum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár