Heildarkostnaður þeirra 26 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands vegna forstjóra þeirra á árinu 2023 var 2.683 milljónir króna. Sá kostnaður nær utan um laun, hlunnindi, greiðslur í lífeyrissjóð, ráðningarkaupauka, starfslokasamninga, árangurstengdar greiðslur, kaupauka og keypt starfsréttindi. Hann nær ekki til kostnaðar sem fellur til vegna hagstæðra kauprétta helstu forstjóra í íslensku viðskiptalífi á hlutabréfum í félögunum sem þeir stýra.
Þetta þýðir að meðaltalskostnaður hluthafa í skráðum íslenskum félögum, sem eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir sem falið er að ávaxta peninga landsmanna sem ætlaðir eru til efri áranna, vegna forstjóra þeirra, var tæplega 224 milljónir króna á mánuði á árinu 2023. Það gera um tólf milljónir króna hvern einasta virka vinnudag ársins, að teknu tilliti til orlofs og rauðra daga.
Alls jókst kostnaður 16 félaga í Kauphöllinni vegna forstjóra þeirra á milli ára, stóð í stað hjá tveimur en lækkaði hjá átta. Þetta var staðan þrátt fyrir …
Hver skyldi nú hagnast á því að selja Íslandsbanka og svo Landsbankann?
Getur verið að stjórnvöld styðji hagvöxt umfram hagsæld? Getur verið að fólk sem sækir í pólitík séu almennt óheiðarlegir gagnvart þjóðinni? Getur verið að ríkisstjórnin sjá hag sinn í að hafa ákveðna prósentu þjóðarinnar undir fátækramörkum, sjá til þess að börn þeirra sem fátæk eru, hafi minni og nánast engan aðgang að menntun?
Er það kannski ég sem er undir meðalgreind? Verið væn og hugleiðið þessar spurningar mínar. Ég vildi óska þess að áhyggjur mínar væru óþarfar. Kvíðinn fyrir framtíð komandi kynslóða væri bara mitt hugarfóstur vegna raskana í mínu sálarlífi.