Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þórhildur Sunna: „Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt“

Þing­flokks­formað­ur Pírata seg­ir að sitj­andi rík­is­stjórn hafi gert stjórn­ar­ráð­ið að at­hlægi og gert al­var­lega at­lögu að trausti fólks á lýð­ræð­ið. Til­efn­ið er yf­ir­vof­andi fram­boð for­sæt­is­ráð­herra til for­seta. „Ég lægi í gólf­inu í hlát­urskasti ef þetta væri ekki snar­al­var­legt“.

Þórhildur Sunna: „Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt“
Sirkus „Hvaða endemis og yfirgengilega rugl er þetta?,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á Facebook í kvöld. Mynd: Heimildin

„Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt. Stjórnin sem átti að auka á traust til stjórnmálanna hefur gert stjórnarráðið að athlægi og gert alvarlega atlögu að trausti fólks á lýðræðinu. Ég lægi í gólfinu í hláturskasti ef þetta væri ekki snaralvarlegt.“ Þetta skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, í ummælum við færslu sem hún birti á Facebook í dag.

Tilefnið er sú staða sem er uppi í íslenskum stjórnmálum vegna yfirvofandi forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en í öðrum ummælum við færsluna, þar sem stóð upphaflega „Þetta er nú meiri sirkusinn“ skrifaði Þórhildur Sunna: „Og forsætisráðherrann er „alvarlega að íhuga” að bjóða sig bara fram sem þjóðhöfðingja! Hvaða endemis og yfirgengilega rugl er þetta?“

Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð seint á árinu 2017 sagði í stjórnarsáttmála að til­gangur hennar væri að „byggja upp traust í sam­­fé­lag­inu og efla inn­­viði ásamt því að tryggja póli­­tískan, félags­­­legan og efna­hags­­legan stöð­ug­­leika.“ Í könnun sem Gallup birti fyrr á þessu ári kom í ljós að traust gagnvart Alþingi er nú minna en það mældist í fyrstu könnun Gallup eftir að ríkisstjórnin tók við haustið 2017. Alls sögðust 27 prósent landsmanna treysta þjóðþinginu í upphafi árs 2024.

Hefði mikil áhrif á stjórnarsamstarfið

Í fylgiskönnun sem Gallup birti fyrr í kvöld kom fram að samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórnina mælist nú rétt yfir 31 prósent. Það er minnsta sameiginlega fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með á þeim næstum sex og hálfu árum sem stjórnin hefur starfað.

Það hefur verið verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnvalda að forsætisráðherra hefur verið að íhuga framboð til forseta Íslands síðustu daga og vikur. Hún tjáði sig loksins um væntanlegt framboð í dag í viðtali við RÚV. Þar sagði hún: „Ég ætla bara að viðurkenna það að undanfarna daga hef ég verið að hugsa málið.“ Ákvörðun hennar um framboð muni liggja fyrir á allra næstu dögum. „Enda ekkert gott að liggja of lengi yfir þessu.“

Ríkisstjórnin fundaði svo síðdegis svo hægt yrði að setja Svandísi Svavarsdóttur aftur í embætti matvælaráðherra, en hún hefur verið í veikindaleyfi frá 22. janúar. Mögulegt forsetaframboð Katrínar var ekki á dagskrá fundarins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Heimildina eftir fundinn að óformlega hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar á fundinum. „Hún lofaði okkur því að taka ekki langan tíma í að komast að niðurstöðu.“

Aðspurður hvað honum fyndist um mögulegt framboð Katrínar sagðist Bjarni vilja bíða með allar yfirlýsingar. „En það hefur auðvitað mikil áhrif á stjórnarsamstarfið ef hún myndi taka þá ákvörðun.“

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Ef hún gefur kost á sér í framboð verða það stærstu pólitísku og stjórnsýslulegu en einnig persónulegu mistök hennar til þessa.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sér Katrín þetta sem flóttaleið úr ríkisstjórninni eftir að flokkur hennar var dottin af þingi skv skoðanakönnun Gallup?
    9
  • Konan er nú þegar á fullum launum hjá þjóðinni sem forsætis ráðherra!!!!! Hvernig dettur henni í hug að hún geti hlaupist undan merkjum í miðju verki???? Það þarf að banna svona bull!!
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár