Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þórhildur Sunna: „Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt“

Þing­flokks­formað­ur Pírata seg­ir að sitj­andi rík­is­stjórn hafi gert stjórn­ar­ráð­ið að at­hlægi og gert al­var­lega at­lögu að trausti fólks á lýð­ræð­ið. Til­efn­ið er yf­ir­vof­andi fram­boð for­sæt­is­ráð­herra til for­seta. „Ég lægi í gólf­inu í hlát­urskasti ef þetta væri ekki snar­al­var­legt“.

Þórhildur Sunna: „Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt“
Sirkus „Hvaða endemis og yfirgengilega rugl er þetta?,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á Facebook í kvöld. Mynd: Heimildin

„Þessi ríkisstjórn er svo trumpuð að það nær engri átt. Stjórnin sem átti að auka á traust til stjórnmálanna hefur gert stjórnarráðið að athlægi og gert alvarlega atlögu að trausti fólks á lýðræðinu. Ég lægi í gólfinu í hláturskasti ef þetta væri ekki snaralvarlegt.“ Þetta skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, í ummælum við færslu sem hún birti á Facebook í dag.

Tilefnið er sú staða sem er uppi í íslenskum stjórnmálum vegna yfirvofandi forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en í öðrum ummælum við færsluna, þar sem stóð upphaflega „Þetta er nú meiri sirkusinn“ skrifaði Þórhildur Sunna: „Og forsætisráðherrann er „alvarlega að íhuga” að bjóða sig bara fram sem þjóðhöfðingja! Hvaða endemis og yfirgengilega rugl er þetta?“

Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð seint á árinu 2017 sagði í stjórnarsáttmála að til­gangur hennar væri að „byggja upp traust í sam­­fé­lag­inu og efla inn­­viði ásamt því að tryggja póli­­tískan, félags­­­legan og efna­hags­­legan stöð­ug­­leika.“ Í könnun sem Gallup birti fyrr á þessu ári kom í ljós að traust gagnvart Alþingi er nú minna en það mældist í fyrstu könnun Gallup eftir að ríkisstjórnin tók við haustið 2017. Alls sögðust 27 prósent landsmanna treysta þjóðþinginu í upphafi árs 2024.

Hefði mikil áhrif á stjórnarsamstarfið

Í fylgiskönnun sem Gallup birti fyrr í kvöld kom fram að samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórnina mælist nú rétt yfir 31 prósent. Það er minnsta sameiginlega fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með á þeim næstum sex og hálfu árum sem stjórnin hefur starfað.

Það hefur verið verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnvalda að forsætisráðherra hefur verið að íhuga framboð til forseta Íslands síðustu daga og vikur. Hún tjáði sig loksins um væntanlegt framboð í dag í viðtali við RÚV. Þar sagði hún: „Ég ætla bara að viðurkenna það að undanfarna daga hef ég verið að hugsa málið.“ Ákvörðun hennar um framboð muni liggja fyrir á allra næstu dögum. „Enda ekkert gott að liggja of lengi yfir þessu.“

Ríkisstjórnin fundaði svo síðdegis svo hægt yrði að setja Svandísi Svavarsdóttur aftur í embætti matvælaráðherra, en hún hefur verið í veikindaleyfi frá 22. janúar. Mögulegt forsetaframboð Katrínar var ekki á dagskrá fundarins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Heimildina eftir fundinn að óformlega hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar á fundinum. „Hún lofaði okkur því að taka ekki langan tíma í að komast að niðurstöðu.“

Aðspurður hvað honum fyndist um mögulegt framboð Katrínar sagðist Bjarni vilja bíða með allar yfirlýsingar. „En það hefur auðvitað mikil áhrif á stjórnarsamstarfið ef hún myndi taka þá ákvörðun.“

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Ef hún gefur kost á sér í framboð verða það stærstu pólitísku og stjórnsýslulegu en einnig persónulegu mistök hennar til þessa.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sér Katrín þetta sem flóttaleið úr ríkisstjórninni eftir að flokkur hennar var dottin af þingi skv skoðanakönnun Gallup?
    9
  • Konan er nú þegar á fullum launum hjá þjóðinni sem forsætis ráðherra!!!!! Hvernig dettur henni í hug að hún geti hlaupist undan merkjum í miðju verki???? Það þarf að banna svona bull!!
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár