Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni forfallaðist út af öðrum verkefnum

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra for­fall­að­ist með skömm­um fyr­ir­vara og sæk­ir því ekki fund ut­an­rík­is­ráð­herra að­ild­ar­ríkja NATO í Brus­sel í dag. Þetta seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Bjarni forfallaðist út af öðrum verkefnum
Bjarni Benediktsson átti að sækja fund á vegum NATO í Brussel í dag. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna.“ Þetta segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, spurður af hverju ráðherrann fór ekki á fund annarra utanríkisráðherra aðildarríkja NATO í Brussel í dag. Segir Ægir að Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, muni sækja fundinn í stað Bjarna.

75 ára afmælis NATO verður minnst á fundinum sem sagður er sögulegur. Til stendur að ræða langtímaaðstoð fyrir Úkraínu. Samkvæmt frétt RÚV um málið er mynd af Bjarna í kynningargögnum um fundinn sem fréttastofa RÚV telur vera til marks um að  starfsfólk upplýsingardeildar NATO hafi ekki vitað betur í morgun en að Bjarni yrði á fundinum.   

Samkvæmt frétt mbl.is um málið er Bjarni staddur á Íslandi. Hefur miðillinn eftir aðstoðarmanni hans að Bjarni muni að líkindum sækja fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins upp úr hádegi í dag. En á fundinum verður mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta Íslands rætt.

Ekki náðist í Hersi …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár