„Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna.“ Þetta segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, spurður af hverju ráðherrann fór ekki á fund annarra utanríkisráðherra aðildarríkja NATO í Brussel í dag. Segir Ægir að Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, muni sækja fundinn í stað Bjarna.
75 ára afmælis NATO verður minnst á fundinum sem sagður er sögulegur. Til stendur að ræða langtímaaðstoð fyrir Úkraínu. Samkvæmt frétt RÚV um málið er mynd af Bjarna í kynningargögnum um fundinn sem fréttastofa RÚV telur vera til marks um að starfsfólk upplýsingardeildar NATO hafi ekki vitað betur í morgun en að Bjarni yrði á fundinum.
Samkvæmt frétt mbl.is um málið er Bjarni staddur á Íslandi. Hefur miðillinn eftir aðstoðarmanni hans að Bjarni muni að líkindum sækja fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins upp úr hádegi í dag. En á fundinum verður mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta Íslands rætt.
Ekki náðist í Hersi …
Athugasemdir (1)