Jón Gnarr ætlar að verða „alþýðlegur og þjóðlegur“ forseti sem starfar með hjartanu
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Jón Gnarr ætlar að verða „alþýðlegur og þjóðlegur“ forseti sem starfar með hjartanu

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann ráð­færði sig við Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur áð­ur en hann ákvað að láta slag standa og seg­ir ekk­ert merki­legra að vera góð­ur í stærð­fræði en að vera fynd­inn.

„Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum. Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég held að skipti máli.“ Þetta segir Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, sem tilkynnti í kvöld að hann muni vera í framboði til embættis forseta Íslands 1. júní næstkomandi. 

Í myndbandsávarpi sem Jón birti á samfélagsmiðlum sínum í kvöld, og tekið var upp í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í síðustu viku, greindi hann frá því að fjöldi fólks hefði skorað á hann að láta slag standa og fara í framboð. Það hafi líka gerst í aðdraganda forsetakosninga 2016, þegar fyrir lá að Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði sér að hætta. Jón sagði að hann hafi hugleitt málið gaumgæfilega þá, en komist þá að þeirri niðurstöðu að það væri ekki rétti tíminn. Nú tæki hann þeim áskorunum sem fram væru komnar af auðmýkt og mjúku hjarta. „Forseti Íslands þarf að vera tilbúinn að tileinka sér nýja lífshætti sem eru gjörólíkir hefðbundnu lífi. Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífsstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar. Það er heiður og upphefð, en líka fórn sem krefst ástríðu og eldmóðs sem getur aldrei verið knúin áfram af neinu öðrum en kærleika fyrir landi og þjóð.“

Jón segist bera mikla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga og að hann muni leitast eftir því að eiga gott samstarf við stjórnvöld landsins hverju sinni. „Hjá fólkinu í landinu mun samt hugur minn verða og það munu verk mín sýna. Sem bóndi á Bessastöðum mun ég vinna að heilbrigði Íslands og leitast við að efla orðspor og virðingu landsins. Ég verð umboðsmaður þjóðarinnar innanlands en fulltrúi hennar utanlands.“

Forsetinn sé sameiningartákn þjóðarinnar, þurfi að þekkja þjóðarsálina og geta sameinað þjóðina. „Við Íslendingar höfum sýnt það í gegnum tíðina að þegar við stöndum saman þá getum við allt.“

Jón hefur opnað framboðssíðu þar sem hægt er að styrkja framboðið og gerast meðmælandi.

Ræddi við frú Vigdísi

Í samtali við Heimildina segir Jón að  grundvallarástæðan fyrir því að hann vilji gefa kost á sér nú  sé sú að hafi alltaf haft meðfædda þörf fyrir því að vera til gagns. „Að leggja mitt að mörkum til landsins sem ég elska. En þetta er líka ákveðin ævintýraþrá. Prófa eitthvað nýtt. Fara á einhvern nýjan vettvang. Gera nýja hluti í mínu einkalífi. “ 

Jón segist hafa rætt við fjölmarga um hvort hann eigi að bjóða sig fram nú. Fyrrverandi forseta, vini og vandamenn, eiginkonu sína Jógu og börnin sín. Á meðal þeirra sem hann ræddi við var frú Vigdís Finnbogadóttir, sem gegndi embætti forseta Íslands frá 1980 til 1996. 

Maður fólksinsJón Gnarr segist alls ekki vera akademískur eins og sumir frambjóðendur. Hann myndi frekar starfa með samlíðan með fólkinu í landinu og taka ákveðna afstöðu í náttúruverndar- og loftslagsmálum.

Aðspurður um hvernig forseti hann yrði, og hvað aðskilji hann frá öðrum frambjóðendum sem hafa þegar tilkynnt um framboð, segir Jón að hann myndi verða „alþýðlegur og þjóðlegur“ forseti. „Það er fólk sem er komið í framboð sem er akademískt. Ég er það það alls ekki. Ég myndi starfa með hjartanu. Með samlíðan með fólkinu í landinu og leggja megináherslu á að vera í sameiningarhlutverki gagnvart þjóðinni. Eitt sem ég myndi vilja gera er að leggja aukna áherslur á barnamenningu. Svo myndi ég vilja stíga fastar niður, og taka ákveðna afstöðu í náttúruverndar- og loftslagsmálum. Friðar- og mannréttindamál hafa líka verið mér mjög hugleikin og ég beitti mér umtalsvert í þeim þegar ég var borgarstjóri í Reykjavík. Mér finnst mörg sóknartækifæri í þeim fyrir Ísland í heiminum þar sem saga okkar og menning byggir mjög mikið á friðargildum. Að leysa ágreining með samtali, mannvirðingu og einstaklingsfrelsi.“

Er merkilegra að kunna stærðfræði en að vera fyndinn?

Jón er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hann segir það hafa verið hluta af persónulegu mannréttindabaráttu að tala fyrir rétti allra til að vera leita að lífshamingjunni á sínum forsendum. „Við erum ekki undir miskunn annars fólks komin sem leyfa okkur að gera hluti. Við eigum rétt á að leita að okkar lífshamingju hver sem við erum, hverjar sem hindranir okkar eru, þá eigum við rétt á að leita að hamingju þrátt fyrir það. Í minni persónulegu hugmyndafræði og lífssýn þá tel ég mikinn styrkleika felast í hinum svokölluðu veikleikum. Á sama hátt og mér finnst oft hrein snilld felast í því sem í fljótu bragði getur sýnst sem mistök. Ég hef þurft að takast á við mína bresti og veikleika og reyna að nýta þá sem styrkleika. Mér hefur tekist það á svo margan hátt.“

Í staðinn fyrir að velta sér upp úr einhverjum veikleika þá vil hann frekar leggja áherslu á einhvern styrkleika sem hann hafi, sem sé ekki alltaf í samræmi við ríkjandi gildismat. „Ég hef til dæmis aldrei verið góður í stærðfræði. Ég bara er það ekki. En ég er mjög fyndinn. Sem barn var þetta ekki eitthvað sem skólakerfið var að gefa mikið fyrir. Það var bara skýr afstaða fullorðna fólksins og skólakerfisins að stærðfræði væri töluvert mikið merkilegri og mikilvægari en að vera fyndinn. Síðan hef ég farið í gegnum lífið og ég get ekki sagt að ég hafi orðið neitt betri í stærðfræði. En ég er fyndinn og hef gert allskyns fyndna hluti. Mér hefur tekist að vera hluti af allskonar flókinni stærðfræði í leiðinni. Þetta er ekki einsleitt. Það er svo margt í raunveruleika okkar sem er sagt og fólk hugsar ekki almennilega út í það. 

Eins og að segja að eitthvað sé málamiðlun. Hvað er að því? Er það ekki bara annað orð yfir lýðræði? Að tala hluti niður sem neikvæða en svo þegar þeir eru skoðaðir þá eru þeir ekkert neikvæðir. Alveg eins og með mitt pólitíska brölt. Allt í einu trana ég mér fram á hið pólitíska  svið með minn flokk. Á ákveðinn hátt mátti segja að þetta hafi verið hugrekki, en þetta er líka á ákveðinn hátt heimska. Að vita ekkert hvað þú ert að fara út í, en fara samt út í það. Það er líka svo stór hluti af því að vera með ofvirkni og athyglisbrest. Að vaða áfram í hugsunarleysi. Sem er líka svo stór hluti af sköpunargáfu.“

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ohhh enn er fíflið komið í fréttirnar. Athyglissjúkur. Og hann er ekki fyndin nema þegar hann leikur Georg Bjarfreðason end þoldi ég ekki þann persónuleika. Frekar myndi ég kjósa Pétur Jóhann
    -6
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    hriðfífl valdstjórnarinnar mætt til leiks . . . gnarrinn gæti svosem verið skemmtilegur í hlutverki stimpilpúaðans á bessó . . .
    -7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Einu sinni fór Borgarstjóri Jón Gnarr í viðtal eftir sína borgarstjóratíð . Þar sagðist hann ekki hafa þurft mikið að hugsa um sitt starf, því hann hafði svo marga í því ? Eftir situr fólkið með persónu sem viðurkennir að hann hafi bara verið ,,trúður" .

    Vill fólk aftur ,,trúð" ?
    -10
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Þap sem þú einmitt upplifir sem veikleika var hans helsti styrkleiki sem borgarstjóri. Hví þá það? Nú því hann var ekki svo hrokafullur að þykjast hafa vit á því sem hann vissi ekki. Hann ráðfærði sig alltaf við sérfræðinga áður enn hann tók afstöðu. Auk þess var hann ekki undir hælnum á gamalgrónum flokki eins og núverandi sem hlýddi meirihluta þings um leið og hann varð borgarstjóri með að endurkalla tjaldleyfi mótmælenda á Austurvelli. Að vita og viðurkenna að maður veit ekki er styrkleiki.
      4
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Jón Gnarr alla leið
    8
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Jón Gnarr alla leið.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár