Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Evrópu ekki tilbúna í stríð

Don­ald Tusk, for­sæt­is­ráð­herra Pól­lands, seg­ir að Evr­ópa þurfi að efla varn­ir sín­ar. „Stríð er ekki leng­ur hug­mynd úr for­tíð­inni.“

Segir Evrópu ekki tilbúna í stríð
Donald Tusk segir stríð ekki lengur fjarstæðukenndan möguleika í Evrópu. Mynd: AFP

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, varar við því að frekari ófriður brjótist út í Evrópu, og segir álfuna ekki nægilega vel undirbúna. Hann segir engan í Evrópu geta talið sig öruggan takist Rússlandi að sigra Úkraínu.

„Stríð er ekki lengur hugmynd úr fortíðinni,“ segir Tusk. Segir hann nýja tíma vera runna upp – fyrirstríðsár í Evrópu.  BBC greinir frá.

Harkan í sókn Rússa í Úkraínu hefur farið vaxandi síðastliðnar vikur. Nefnir Tusk til dæmis að Rússland hafi ráðist á Kyiv með hljóðfráum eldflaugum í dagsljósi í fyrsta sinn fyrr í vikunni.

Vill að Evrópuþjóðir seti aukið fé í varnarmál

Tusk heldur því fram að Evrópa verði Bandaríkjunum eftirsóknarverðari samherji ef álfan styrki heri sína. Er þetta óháð því hvort það verði Joe Biden eða Donald Trump sem sigrar í forsetakosningunum í haust.

Þrátt fyrir að vilja eflda heri leggur Tusk ekki til að Evrópa þurfi endilega að verða sjálfstæð frá …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár