Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, varar við því að frekari ófriður brjótist út í Evrópu, og segir álfuna ekki nægilega vel undirbúna. Hann segir engan í Evrópu geta talið sig öruggan takist Rússlandi að sigra Úkraínu.
„Stríð er ekki lengur hugmynd úr fortíðinni,“ segir Tusk. Segir hann nýja tíma vera runna upp – fyrirstríðsár í Evrópu. BBC greinir frá.
Harkan í sókn Rússa í Úkraínu hefur farið vaxandi síðastliðnar vikur. Nefnir Tusk til dæmis að Rússland hafi ráðist á Kyiv með hljóðfráum eldflaugum í dagsljósi í fyrsta sinn fyrr í vikunni.
Vill að Evrópuþjóðir seti aukið fé í varnarmál
Tusk heldur því fram að Evrópa verði Bandaríkjunum eftirsóknarverðari samherji ef álfan styrki heri sína. Er þetta óháð því hvort það verði Joe Biden eða Donald Trump sem sigrar í forsetakosningunum í haust.
Þrátt fyrir að vilja eflda heri leggur Tusk ekki til að Evrópa þurfi endilega að verða sjálfstæð frá …
Athugasemdir