Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Markaðsvirði Alvotech lækkað um næstum 100 milljarða króna á rúmri viku

Al­votech til­kynnti ný­ver­ið um 76 millj­arða króna tap á síð­asta ári. Sam­hliða sagð­ist fé­lag­ið ætla að marg­falda veltu sína í ár. Mark­að­ur­inn hef­ur ekki tek­ið vel í þess­ar upp­lýs­ing­ar og virði Al­votech fall­ið skarpt síð­ustu daga.

Markaðsvirði Alvotech lækkað um næstum 100 milljarða króna á rúmri viku
Mikið flug Alvotech skráði sig á First North-markaðinn í júní 2022 og færði sig svo á Aðalmarkað í desember 2022. Markaðsvirði félagsins hefur vaxið ævintýralega samhliða því að fjárfestar hafa stækkað veðmál sitt á að Alvotech muni vaxa hratt þegar verðmætustu vörur þess komast á markað. Mynd: Nasdaq Iceland


Ársreikningur Alvotech vegna ársins 2023 var birtur miðvikudagskvöldið 20. mars. Hann sýndi að félagið hefði tapað 76,1 milljarði króna á því ári ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt þess. Það tap bættist við 73,3 milljarða króna tap á árinu 2022 og því hefur Alvotech samanlagt tapað 149,4 milljörðum króna á tveimur árum. Það er nálægt því að vera tvöfaldur sá kostnaður sem ríkissjóður Íslands ber af kostnaði vegna fjárútlána sem hann samþykkti að ráðast í næstu fjögur árin til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til langs tíma. Önnur leið til að líta á upphæðina er að hún myndi duga til að kaupa öll íbúðarhús í Grindavík 2,5 sinnum. 

Þrátt fyrir mikið tap ríkti bjartsýni hjá stjórnendum Alvotech þegar uppgjörið var kynnt. Félagið hafði nýverið fengið markaðsleyfi fyrir líftæknihliðstæðu Humira, sem veirð hefur eitt mesta lyf heims, í Bandaríkjunum sem kallast á Simlandi. Markaðsleyfi sem átti reyndar að vera í höfn fyrir ári síðan, og gera það að verkum að Alvotech myndi skila hagnaði á síðari hluta ársins 2023. Vegna þessa breyttu áforma þá hefur Alvotech þurft að sækja mikið nýtt hlutafé, meðan annar til íslenskra lífeyrissjóða. Félagið átti einungis 11,2 milljónir dala í lausu fé, um 1,5 milljarða króna, og 26,2 milljónir dala, um 3,6 milljarða króna, í bundnu fé um síðustu áramót. Miðað við meðaltalstap á mánuði á árinu 2023 hefði það fé ekki dugað Alvotech til að reka sig í einn mánuð.

Ætla að margfalda veltu sína í ár

Í kynningu vegna uppgjörsins kom fram að Alvotech reikni með að Simlandi komi á markað í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi 2024, en hann hefst um komandi mánaðamót og stendur út júnímánuð. Stjórnendur Alvotech reikna með að Simlandi verði eina líftæknihliðstæða Humida sem verði á markaði þar í landi fram í apríl á næsta ári, og nái því einu ári, eða tæplega því, til að koma sér fyrir sem leiðandi á þeim markaði áður en aðrir samkeppnisaðilar hefja innreið sína. 

Í kynningunni segir enn fremur að félagið reikni með því að velta þess verði 300 til 400 milljónir dala í ár, eða á bilinu 41 til 55 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Gangi þau áform eftir munu rekstrartekjur Alvotech þrefaldast eða fjórfaldast á þessu ári, miðað við það sem þær voru í fyrra. Það muni skila aðlöguðum rekstrarhagnaði – fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – upp á 50 til 150 milljónir dala á árinu 2024, eða á bilinu 6,9 til 20,6 milljörðum króna. Í kynningunni kemur einnig fram að Alovtech áformi að velta félagsins tvöfaldist milli 2024 og 2025 og geti þá náð yfir 100 milljarða króna.

Lækkað um fjóra Síma á viku

Veðmál fjárfesta nú er að það takist vel til við markaðssetningu Simlandi í Bandaríkjunum og að Alvotech nái að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til framleiðslugetu verksmiðju félagsins í Vatnsmýrinni. 

Alvotech hefur verið verðmætasta fyrirtækið í íslensku Kauphöllinni undanfarin misseri. Markaðsvirði þess við lokun markaða þann dag sem uppgjör vegna ársins 2023 var birt var um 605 milljarðar króna. Svo virðist sem fjárfestar hafi ekki tekið nægilega vel í uppgjörið né þau áform sem Alvotech kynnti um framtíðina. Markaðsvirðið hefur lækkað verulega síðastliðna viku, og er nú í 507 milljörðum króna. Það þýðir næstum 100 milljarða króna lækkun á nokkrum dögum. Það er um fjórum sinnum heildarmarkaðsvirði Símans, verðmætasta fjarskiptafyrirtækisins í íslensku Kauphöllinni, og tæplega tvisvar sinnum markaðsvirði Festis, eins stærsta smásala á Íslandi. 

Alls hefur virðið dalað um 20 prósent á einum mánuði, og þorri þeirrar lækkunar hefur komið fram á allra síðustu dögum. Þegar litið er lengra aftur, og til síðustu áramóta, lítur myndin þó betur út en virði bréfa félagsins eru rúmlega tíu prósent meira virði í dag en þá. 

Aztiq og Alvogen með yfir 70 prósent hlut

Hluthafalisti Alvotech hefur ekki verið uppfærður á heimasíðu þess frá lokum árs 2022 þrátt fyrir að miklar og augljósar breytingar hafi verið gerðar á hluthafahópnum með hlutafjáraukningum. Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok þess árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls áttu aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech á þeim tíma. 

Í ársreikningum sem birtur var í kvöld kemur fram að hlutur Aztiq hafi verið 37,9 prósent og hlutur Alvogen 33,7 prósent um síðustu áramót. Eftirstandandi 28,4 prósent hlutur væri í eigu ýmissa en enginn einn úr þeim hópi ætti meira en 2,4 prósent eignarhlut. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár