Hin ódýra endurnýjanlega orka varð til þess að Ísland varð meðal fyrstu ríkja utan Kína þar sem grafið var eftir rafmynt í stórum stíl. Um þetta fjalla þrír erlendir sérfræðingar í grein sem birt var nýlega og byggir m.a. á gögnum frá rannsóknarhópnum Luxor. Samkvæmt þeirra útreikningum fara um 120 MW af orku beint í rafmyntagröft á Íslandi. Og miðað við það og höfðatölu er hvergi á jörðinni grafið af jafnmiklu afli eftir rafmynt og hér á landi.
Langstærstur hluti af raforku sem framleidd er á Íslandi fer enn til álframleiðslu (um 70 prósent). Ísland er tíundi stærsti álframleiðandi í heimi og sá langstærsti ef miðað er við höfðatölu.
Síðustu misseri hafa sífellt fleiri fyrirtæki í rafmyntagreftri beint sjónum sínum að Afríku þar sem flest vestræn ríki hafa dregið úr fýsileika gagnavera innan sinna landamæra. Það hafa til dæmis bæði Noregur og Svíþjóð gert með aukinni skattheimtu.
https://www.statista.com/statistics/881472/worldwide-bitcoin-energy-consumption/
Þá eru það tölur um rafmagnsverðið en þarna er nefnt 51 bandaríkjadal upp í 71, fyrir megawattstundina. Hið rétta er að verðið er nær um 80 bandaríkjadölum á megawattstundina án VSK.
Auk þess er greinin skrifuð sem auglýsing fyrir braskara sem vilja græða sem mest án þess að borga skatta. Ásókn þeirra í billega raforku, mun leitast við að hækka rafmagnsverðið fyir landann.