Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

120 MW fara beint í rafmyntagröft

Ís­land er orð­in ein öfl­ug­asta bitco­in-reikni­vél í heimi. Hér eru rek­in gagna­ver þar sem of­ur­tölv­ur, knún­ar af end­ur­nýj­an­legri orku, grafa eft­ir raf­mynt.

120 MW fara beint í rafmyntagröft
Gagnaver Stór gagnaver er að finna á nokkrum stöðum á Íslandi. Þar eru geymd gögn fyrir alls konar fyrirtæki en í þeim sumum er einnig grafið eftir rafmynt. Mynd: Pexels

Hin ódýra endurnýjanlega orka varð til þess að Ísland varð meðal fyrstu ríkja utan Kína þar sem grafið var eftir rafmynt í stórum stíl. Um þetta fjalla þrír erlendir sérfræðingar í grein sem birt var nýlega og byggir m.a. á gögnum frá rannsóknarhópnum Luxor. Samkvæmt þeirra útreikningum fara um 120 MW af orku beint í rafmyntagröft á Íslandi. Og miðað við það og höfðatölu er hvergi á jörðinni grafið af jafnmiklu afli eftir rafmynt og hér á landi.

Langstærstur hluti af raforku sem framleidd er á Íslandi fer enn til álframleiðslu (um 70 prósent). Ísland er tíundi stærsti álframleiðandi í heimi og sá langstærsti ef miðað er við höfðatölu.

Síðustu misseri hafa sífellt fleiri fyrirtæki í rafmyntagreftri beint sjónum sínum að Afríku þar sem flest vestræn ríki hafa dregið úr fýsileika gagnavera innan sinna landamæra. Það hafa til dæmis bæði Noregur og Svíþjóð gert með aukinni skattheimtu.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það er talið að um 137 TWst (0,5%) af raforku fari í Bitcoin myntgröft í heiminum eða 15.700 MW rafafl, en á Íslandi fer 1,0 TWst (5%) af raforku eða 120 MW af rafafli. Raforkan sem fer í myntgröft á Íslandi er því 0,73% af þeirri orku sem fer í Bitcoin myntgröft í heiminum öllum, sem er vissulega mikið miðað við hina frægu höfðatölu.
    https://www.statista.com/statistics/881472/worldwide-bitcoin-energy-consumption/
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Sú grein sem vísað er í, er með nokkrar rangfærslur. Þá helst að Landsvirkjun eigi allt rafmagnsflutningsnet á Íslandi. Hið rétta er að Landsnet á flutningnetið, en skiljanlegt að almenningur rugli saman Landsneti og Landsvirkjun, en "sérfræðingar ættu varla að ruglast á því.
    Þá eru það tölur um rafmagnsverðið en þarna er nefnt 51 bandaríkjadal upp í 71, fyrir megawattstundina. Hið rétta er að verðið er nær um 80 bandaríkjadölum á megawattstundina án VSK.
    Auk þess er greinin skrifuð sem auglýsing fyrir braskara sem vilja græða sem mest án þess að borga skatta. Ásókn þeirra í billega raforku, mun leitast við að hækka rafmagnsverðið fyir landann.
    7
  • Guðlaugur Egilsson skrifaði
    Bjóst við aðeins dýpri umfjöllun, mætti alveg kryfja dýpra, t.d. hvernig skattheimtu er háttað annars staðar.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Urriðafossvikjun er áætluð 125 MW, nú má loka gagnaverum og hlífa Urriðafossi, eða hvað?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu