Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

120 MW fara beint í rafmyntagröft

Ís­land er orð­in ein öfl­ug­asta bitco­in-reikni­vél í heimi. Hér eru rek­in gagna­ver þar sem of­ur­tölv­ur, knún­ar af end­ur­nýj­an­legri orku, grafa eft­ir raf­mynt.

120 MW fara beint í rafmyntagröft
Gagnaver Stór gagnaver er að finna á nokkrum stöðum á Íslandi. Þar eru geymd gögn fyrir alls konar fyrirtæki en í þeim sumum er einnig grafið eftir rafmynt. Mynd: Pexels

Hin ódýra endurnýjanlega orka varð til þess að Ísland varð meðal fyrstu ríkja utan Kína þar sem grafið var eftir rafmynt í stórum stíl. Um þetta fjalla þrír erlendir sérfræðingar í grein sem birt var nýlega og byggir m.a. á gögnum frá rannsóknarhópnum Luxor. Samkvæmt þeirra útreikningum fara um 120 MW af orku beint í rafmyntagröft á Íslandi. Og miðað við það og höfðatölu er hvergi á jörðinni grafið af jafnmiklu afli eftir rafmynt og hér á landi.

Langstærstur hluti af raforku sem framleidd er á Íslandi fer enn til álframleiðslu (um 70 prósent). Ísland er tíundi stærsti álframleiðandi í heimi og sá langstærsti ef miðað er við höfðatölu.

Síðustu misseri hafa sífellt fleiri fyrirtæki í rafmyntagreftri beint sjónum sínum að Afríku þar sem flest vestræn ríki hafa dregið úr fýsileika gagnavera innan sinna landamæra. Það hafa til dæmis bæði Noregur og Svíþjóð gert með aukinni skattheimtu.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það er talið að um 137 TWst (0,5%) af raforku fari í Bitcoin myntgröft í heiminum eða 15.700 MW rafafl, en á Íslandi fer 1,0 TWst (5%) af raforku eða 120 MW af rafafli. Raforkan sem fer í myntgröft á Íslandi er því 0,73% af þeirri orku sem fer í Bitcoin myntgröft í heiminum öllum, sem er vissulega mikið miðað við hina frægu höfðatölu.
    https://www.statista.com/statistics/881472/worldwide-bitcoin-energy-consumption/
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Sú grein sem vísað er í, er með nokkrar rangfærslur. Þá helst að Landsvirkjun eigi allt rafmagnsflutningsnet á Íslandi. Hið rétta er að Landsnet á flutningnetið, en skiljanlegt að almenningur rugli saman Landsneti og Landsvirkjun, en "sérfræðingar ættu varla að ruglast á því.
    Þá eru það tölur um rafmagnsverðið en þarna er nefnt 51 bandaríkjadal upp í 71, fyrir megawattstundina. Hið rétta er að verðið er nær um 80 bandaríkjadölum á megawattstundina án VSK.
    Auk þess er greinin skrifuð sem auglýsing fyrir braskara sem vilja græða sem mest án þess að borga skatta. Ásókn þeirra í billega raforku, mun leitast við að hækka rafmagnsverðið fyir landann.
    7
  • Guðlaugur Egilsson skrifaði
    Bjóst við aðeins dýpri umfjöllun, mætti alveg kryfja dýpra, t.d. hvernig skattheimtu er háttað annars staðar.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Urriðafossvikjun er áætluð 125 MW, nú má loka gagnaverum og hlífa Urriðafossi, eða hvað?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár