Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Breska fyrirtækið sem Kvika keypti með tengsl við skattaskjól

Breska veð­lána­fyr­ir­tæk­ið Ort­us Secured Fin­ance, sem al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti af með­al ann­ars hlut­höf­um bank­ans á ár­un­um 2018 og 2022, hef­ur ým­iss kon­ar tengsl við skatta­skjól og lág­skatta­svæði. Örv­ar Kærnested, einn af stofn­end­um Ort­us, átti fé­lag á Tor­tólu sem tengd­ist rekstr­in­um.

Breska fyrirtækið sem Kvika keypti með tengsl við skattaskjól
Stofnuðu breskt fyrirtæki sem Kvika keypti svo Þeir Örva Kjernested fjárfestir og Ármann Þorvaldsson, sem síðar varð forrstjóri Kviku, stofnuðu bresk veðlánafyrirtæki á árunum eftir hrunið. Kvika endaði svo á að kaupa þetta fyrirtæki eftir að Ármann Þorvaldsson var byrjaðu að vinna þar og Örvar var í hlutahópi bankans í gegnum Stoðir.

„Fyrirtækið er að 100 prósent leyti í minni eigu og stýrt af mér,“ sagði í tölvupósti frá fjárfestinum Örvari Kærnested, eins stofnenda breska veðlánafyrirtækisins Ortus Secured Finance, til tveggja stjórnenda lítils fjármálafyrirtækis sem hét Alfa-verðbréf í maí árið 2011, skömmu áður en það sameinaðist MP banka.

Í tölvupóstinum var Örvar að biðja Alfa-verðbréf að hafa aðkomu að því að stofna bankareikning fyrir félagið Fortown Corp í skattaskjólinu Tortólu sem hann sagði vera alfarið í sinni eigu. Tölvupóstinn sendi hann úr netfangi sínu hjá Ortus Capital, orvar@ortuscapital.co.uk. Þeir starfsmenn Alfa-verðbréfa sem fengu tölvupóstinn voru forstjórinn Sigurður Atli Jónsson og Brynjólfur Baldursson. 

Með tölvupóstinum fylgdu skráningarskjöl um félagið á Tortólu, afrit af vegabréfi Örvars og einnig af vegabréfum þriggja stjórnarmanna í félaginu sem allir komu frá Panama. Félagið á Tortólu varð svo einn af hluthöfum Ortus Secured Finance ásamt meðal annars nokkrum öðrum félögum á lágskattasvæðum. Örvar hafði stofnað félagið á …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Og allir komu þeir aftur með fullar hendur fjár!
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvar voru þessir höfðingjar 2008?

    🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvika og Ortus

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár