Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Verksmiðja Qair þyrfti allt afl Kárahnjúkavirkjunar og meira til

Fyr­ir­tæk­ið Qa­ir ætl­ar sér að byggja vindorku­ver og vatns­afls­virkj­an­ir á Ís­landi og nota ork­una til að fram­leiða ra­feldsneyti sem yrði að mestu leyti flutt úr landi. Þar yrði fram­leitt vetni og því svo breytt í „grænt“ ammoní­ak.

Verksmiðja Qair þyrfti allt afl Kárahnjúkavirkjunar og meira til
Kyndillinn Mannvirki verksmiðju Qair á Grundartanga yrðu m.a. rafgreinar, tengivirki fyrir rafmagn, gasþjöppur, framleiðslutankar og turnar sem hýsa búnað til hreinsunar, eimingar og blöndunar hráefna. Gös losna við framleiðsluna yrðu brennd í svonefndnum kyndli. Loginn yrði blár og myndi sjást í myrkri. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Öll níu vindorkuverin sem fyrirtækið Qair áformar að reisa á Íslandi myndu ekki ná að fullnægja orkuþörf rafeldsneytisverksmiðju á Grundartanga sem fyrirtækið er einnig með á prjónunum. Kárahnjúkavirkjun, langstærsta virkjun landsins, myndi ekki duga til að knýja verksmiðjuna. Hver hinna þriggja áfanga þyrfti sambærilegt afl og Búrfellsvirkjun býr yfir. Fullkláruð yrði aflþörf verksmiðjunnar 840 MW og þá mögulega um 6,5-7,5 TWst á ári. Það er um eða yfir þriðjungur af núverandi raforkuframleiðslu á Íslandi. 

Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu um rafeldsneytisverksmiðju sem fyrirtækið Qair á Íslandi hyggst reisa á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Verksmiðjan yrði byggð í þremur áföngum og í henni framleitt vetni með rafgreiningu sem svo aftur yrði breytt í ammoníak. 

Bæði þessi efni er fræðilega séð hægt að nota sem eldsneyti en vetni er hins vegar erfitt að flytja. Því þykir fýsilegt að umbreyta því í ammoníak sem kaupendur geta svo ýmist notað sem eldsneyti eða unnið aftur í …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    Íslendingar þurfa að ákveða hvort framleiða eigi rafeldsneyti á Íslandi eða ekki. Án rafeldsneytis næst aldrei kolefnishlutlaust Ísland. Næst er þá að ákveða hverjir mega eiga slíkar verksmiðjur. Mér skilst að samkvæmt EES reglum er ekki hægt að setja það í lög að einungis fyrirtæki í eigu íslendinga megi eiga fyrirtæki á íslandi. Um leyfisveitingar má setja reglur og kröfur almenns eðlis þannig að öllum sé gert jaft undir höfði.
    Ég er fylgjandi því að rafeldsneiti verði framleitt á Íslandi.
    -1
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    ótrúlegt hvað íslenskir lobbýistar beygja sig djúpt:-(

    https://gustafadolf.com/1000-vindorkuver-a-hausnum-i-svithjod-taemd-af-peningum-sem-fara-til-kinverska-rikisins/
    0
  • ÞAÐ ER AGÆTT AÐ LÁTA SIG DREYMA UM ÞAÐ SEM ÁLDREI VERÐUR HA? ER ÞAÐ EKKIVENNER?
    -2
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Eru stjórnvöld veruleikafirrt, hvað höfum við að gera við svo orkufreka verksmiðju í eigu erlends fyrirtækis, þegar við getum ekki einu sinni útvegað nægilega raforku til þeirra íslensku fyrirtækja sem eru nú þegar starfandi? Staða virkjanalóna er óvenjuslæm í dag og ekki bætir úr skák að sofandaháttur hefur ríkt um árabil í dreifingu raforkunnar, þ.a. vissir landshlutar verða útundan. Svo er spurning, af hverju útgerðin landar ekki fiski til bræðslu eða byggir sínar bræðslur þar sem orka er fyrir hendi? Stoppið áður en í óefni er komið. Útlendingar sækja stöðugt í ódýra íslenska rafoku með íslenska bakhjarla, alveg nóg að norsk sjókvíalaxeldisfyrirtæki hafi fengið að menga íslenska firði og lífríki í tugi ára í skjóli gjörspilltra stjórnmálamanna og sofandi stjórnvalda. Í góðra vætta bænum, VAKNIÐ.
    5
  • SE
    SK ehf. skrifaði
    Á virkilega að leyfa þessu fyrirtæki að framleiða ammoniak á Íslandi? Hverrar þjóðar er fyrirtæki Qa­ir energy? Hverjir eiga það? Er þetta félag skráð í fyrirtækjaskrá á Íslandi? Ef svo undir hvaða nafni þá?
    6
    • HR
      Hilmar Ragnarsson skrifaði
      Qair á Íslandi er dótturfyrirtæki hins franska Qair International. Qair á og rekur vind-, sólar-, vatnsafls- og sjávarfallavirkjanir víða um lönd.

      Stjórnarformaður Qair á Íslandi er Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

      "Það eitt og sér ætti að setja allar viðvaranabjöllur í gang."
      9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu