Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verksmiðja Qair þyrfti allt afl Kárahnjúkavirkjunar og meira til

Fyr­ir­tæk­ið Qa­ir ætl­ar sér að byggja vindorku­ver og vatns­afls­virkj­an­ir á Ís­landi og nota ork­una til að fram­leiða ra­feldsneyti sem yrði að mestu leyti flutt úr landi. Þar yrði fram­leitt vetni og því svo breytt í „grænt“ ammoní­ak.

Verksmiðja Qair þyrfti allt afl Kárahnjúkavirkjunar og meira til
Kyndillinn Mannvirki verksmiðju Qair á Grundartanga yrðu m.a. rafgreinar, tengivirki fyrir rafmagn, gasþjöppur, framleiðslutankar og turnar sem hýsa búnað til hreinsunar, eimingar og blöndunar hráefna. Gös losna við framleiðsluna yrðu brennd í svonefndnum kyndli. Loginn yrði blár og myndi sjást í myrkri. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Öll níu vindorkuverin sem fyrirtækið Qair áformar að reisa á Íslandi myndu ekki ná að fullnægja orkuþörf rafeldsneytisverksmiðju á Grundartanga sem fyrirtækið er einnig með á prjónunum. Kárahnjúkavirkjun, langstærsta virkjun landsins, myndi ekki duga til að knýja verksmiðjuna. Hver hinna þriggja áfanga þyrfti sambærilegt afl og Búrfellsvirkjun býr yfir. Fullkláruð yrði aflþörf verksmiðjunnar 840 MW og þá mögulega um 6,5-7,5 TWst á ári. Það er um eða yfir þriðjungur af núverandi raforkuframleiðslu á Íslandi. 

Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu um rafeldsneytisverksmiðju sem fyrirtækið Qair á Íslandi hyggst reisa á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Verksmiðjan yrði byggð í þremur áföngum og í henni framleitt vetni með rafgreiningu sem svo aftur yrði breytt í ammoníak. 

Bæði þessi efni er fræðilega séð hægt að nota sem eldsneyti en vetni er hins vegar erfitt að flytja. Því þykir fýsilegt að umbreyta því í ammoníak sem kaupendur geta svo ýmist notað sem eldsneyti eða unnið aftur í …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    Íslendingar þurfa að ákveða hvort framleiða eigi rafeldsneyti á Íslandi eða ekki. Án rafeldsneytis næst aldrei kolefnishlutlaust Ísland. Næst er þá að ákveða hverjir mega eiga slíkar verksmiðjur. Mér skilst að samkvæmt EES reglum er ekki hægt að setja það í lög að einungis fyrirtæki í eigu íslendinga megi eiga fyrirtæki á íslandi. Um leyfisveitingar má setja reglur og kröfur almenns eðlis þannig að öllum sé gert jaft undir höfði.
    Ég er fylgjandi því að rafeldsneiti verði framleitt á Íslandi.
    -1
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    ótrúlegt hvað íslenskir lobbýistar beygja sig djúpt:-(

    https://gustafadolf.com/1000-vindorkuver-a-hausnum-i-svithjod-taemd-af-peningum-sem-fara-til-kinverska-rikisins/
    0
  • ÞAÐ ER AGÆTT AÐ LÁTA SIG DREYMA UM ÞAÐ SEM ÁLDREI VERÐUR HA? ER ÞAÐ EKKIVENNER?
    -2
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Eru stjórnvöld veruleikafirrt, hvað höfum við að gera við svo orkufreka verksmiðju í eigu erlends fyrirtækis, þegar við getum ekki einu sinni útvegað nægilega raforku til þeirra íslensku fyrirtækja sem eru nú þegar starfandi? Staða virkjanalóna er óvenjuslæm í dag og ekki bætir úr skák að sofandaháttur hefur ríkt um árabil í dreifingu raforkunnar, þ.a. vissir landshlutar verða útundan. Svo er spurning, af hverju útgerðin landar ekki fiski til bræðslu eða byggir sínar bræðslur þar sem orka er fyrir hendi? Stoppið áður en í óefni er komið. Útlendingar sækja stöðugt í ódýra íslenska rafoku með íslenska bakhjarla, alveg nóg að norsk sjókvíalaxeldisfyrirtæki hafi fengið að menga íslenska firði og lífríki í tugi ára í skjóli gjörspilltra stjórnmálamanna og sofandi stjórnvalda. Í góðra vætta bænum, VAKNIÐ.
    5
  • SE
    SK ehf. skrifaði
    Á virkilega að leyfa þessu fyrirtæki að framleiða ammoniak á Íslandi? Hverrar þjóðar er fyrirtæki Qa­ir energy? Hverjir eiga það? Er þetta félag skráð í fyrirtækjaskrá á Íslandi? Ef svo undir hvaða nafni þá?
    6
    • HR
      Hilmar Ragnarsson skrifaði
      Qair á Íslandi er dótturfyrirtæki hins franska Qair International. Qair á og rekur vind-, sólar-, vatnsafls- og sjávarfallavirkjanir víða um lönd.

      Stjórnarformaður Qair á Íslandi er Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

      "Það eitt og sér ætti að setja allar viðvaranabjöllur í gang."
      9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár