Öll níu vindorkuverin sem fyrirtækið Qair áformar að reisa á Íslandi myndu ekki ná að fullnægja orkuþörf rafeldsneytisverksmiðju á Grundartanga sem fyrirtækið er einnig með á prjónunum. Kárahnjúkavirkjun, langstærsta virkjun landsins, myndi ekki duga til að knýja verksmiðjuna. Hver hinna þriggja áfanga þyrfti sambærilegt afl og Búrfellsvirkjun býr yfir. Fullkláruð yrði aflþörf verksmiðjunnar 840 MW og þá mögulega um 6,5-7,5 TWst á ári. Það er um eða yfir þriðjungur af núverandi raforkuframleiðslu á Íslandi.
Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu um rafeldsneytisverksmiðju sem fyrirtækið Qair á Íslandi hyggst reisa á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Verksmiðjan yrði byggð í þremur áföngum og í henni framleitt vetni með rafgreiningu sem svo aftur yrði breytt í ammoníak.
Bæði þessi efni er fræðilega séð hægt að nota sem eldsneyti en vetni er hins vegar erfitt að flytja. Því þykir fýsilegt að umbreyta því í ammoníak sem kaupendur geta svo ýmist notað sem eldsneyti eða unnið aftur í …
Ég er fylgjandi því að rafeldsneiti verði framleitt á Íslandi.
https://gustafadolf.com/1000-vindorkuver-a-hausnum-i-svithjod-taemd-af-peningum-sem-fara-til-kinverska-rikisins/
Stjórnarformaður Qair á Íslandi er Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
"Það eitt og sér ætti að setja allar viðvaranabjöllur í gang."