Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum

App­el­sínu­gul við­vör­un er í gildi á Vest­fjörð­um. Þar er nú tals­verð snjó­koma og skafrenn­ing­ur. Skyggni er mjög lé­legt og flest­ir veg­ir eru lok­að­ir eða ófær­ir.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Ófært Talsverð snjókoma og skafrenningur er á Vestfjörðum. Mynd: Golli

Óvissustig er á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og eru flestir vegir ófærir. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan sex í dag. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að á Vestfjörðum sé norðaustan stormur, 18-25 metrar á sekúndu og talsverð snjókoma og skafrenningur með mjög lélegu skyggni.“ Eftir sex í kvöld er gul viðvörun þar sem „búast má við slæmu skyggni og versnandi færð.“ 

Heimildin fjallaði fyrr á árinu um umferðina um Súðavíkurhlíðina. Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu í dag, eins og oft er raunin. Á ellefu ára tímabili, frá 2012 til og með 2022 var þjóðveginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í 151 dag, eða að meðaltali tvær vikur á ári. 

Lokaðir vegir

Þó að lokað sé fyrir umferð um Súðavíkurhlíð hefur það ekki í för með sér að Súðvíkingar fari ekki um veginn til að sækja sér þjónustu til Ísafjarðar s.s. verslun, heilbrigðisþjónustu og fleira.

Tíðar lokanir hafa þó mikil áhrif á þá sem þurfa að keyra á milli plássanna vegna vinnu. En þær raska líka öllum flutngingum til og frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Mikið magn af fiski er fluttur þar um, ekki síst lax.

Kostnaðurinn við að halda veginum opnum, framkvæmdir til að reyna að verja veginn, malbika og laga nam hálfum milljarði króna á þessu tímabili. Einungis lítill hluti vegarins hefur þó verið varinn og þær varnir sem komnar eru koma tæpast í veg fyrir að stærri flóð nái vegi eða fari út í sjó.

Svokölluð snjóflóðagil á tæplega tveggja og hálfs kílómetra kafla í Súðavíkurhlíð eru 22 talsins. Eitt á hverja hundrað metra. Það eru gil sem safna í sig miklu magni af snjó sem hlaupið getur fram í snjóflóði. En slíkt gerist oft. Flóða hafa fallið úr flestum þessara gilja jafnvel á sama sólarhringnum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu