Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í aðsenda grein í Morgunblaðið nýverið að ný reglugerð kvæði skýrt á um að vísa skyldi fólki úr landi sem hefði sagst styðja Hamas-samtökin palestínsku. Þetta virðist aftur á móti ekki vera rétt miðað við svör Útlendingastofnunar, en reglugerðin sem Birgir vísaði til sneri einungis að sex nafngreindum karlmönnum ssem búsettir eru í Mið-Austurlöndum og hafa aðstoðað við fjármögnun Hamas-samtakanna.
Reglugerðin sem Birgir vísaði til snýr annars vegar að innleiðingu og hins vegar reglugerð ráðs Evrópusambandsins um að „koma á þvingunaraðgerðum gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna og samtakanna Palestínskt íslamskt Jihad (PIJ), greiða fyrir þeim eða gera þau möguleg“, segir í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar um málið.
„Hinar innleiddu gerðir ná eingöngu til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við annars vegar ákvörðunina og hins vegar reglugerðina.“
Sex karlmenn sem hafa aðstoðað við fjármögnun Hamas
Innleiðingin þýðir þannig að þessum sex …
Athugasemdir (3)