Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrátt fyrir hóflega kjarasamninga haldast stýrivextir óbreyttir

Seðla­bank­inn tel­ur að spenn­an í hag­kerf­inu geti leitt af sér launa­skr­ið þrátt fyr­ir ný­gerða kjara­samn­inga Þá gætu að­gerð­ir í rík­is­fjár­mál­um auk­ið eft­ir­spurn og verð­bólgu­þrýst­ing.

Þrátt fyrir hóflega kjarasamninga haldast stýrivextir óbreyttir
Seðlabankastjóri Stýrivextir hafa haldist óbreyttir mánuðum saman þrátt fyrir að verðbólga hafi farið lækkandi og að kjarasamningar hafi náðst á almennum vinnumarkaði til lengri tíma um hóflegar launahækkanir. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum. Þeir verða því áfram 9,25 prósent.

Í yfirlýsingu hennar segir að verðbólga hafi minnkaði lítillega í febrúar og mældist 6,6 prósent. Undirliggjandi verðbólga hafi einnig hjaðnað en sé líkt og mæld verðbólga enn vel yfir verðbólgumarkmiði. Verðbólguvæntingar séu einnig yfir markmiði sem gæti bent til þess að verðbólga verði áfram þrálát. „Nýleg endurskoðun Hagstofu Íslands á þjóðhagsreikningum sýnir að hagvöxtur á síðustu árum var meiri en fyrri tölur bentu til. Spennan í þjóðarbúinu virðist því vera umfram það sem áður var talið. Áfram hægir þó á vexti efnahagsumsvifa enda er taumhald peningastefnunnar töluvert.“

Óvissa hafi minnkað eftir undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem munu gilda í fjögur ár, snúast um hóflegar launahækkanir og hafa það meginmarkmið að ná niður vöxtum og verðbólgu. Peningastefnunefndin segir að spennan í þjóðarbúinu gæti leitt til þess að launaskrið verði meira en ella. „Einnig gætu aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Hóflegir samningar

Á síðustu vikum hefur þorri almenna markaðarins skrifað undir langtímakjarasamninga. Þeir kallast „Stöðugleika- og velferðarsamningarnir“ og hafa það meginmarkmið að ná niður verðbólgu og stýrivöxtum. 

Launahækkunin sem samið var um er minnsti hlutinn af þessu. Samið var um lágmarkshækkun á mánuði upp á  23.750 krónur og svo áfram í hlutfalli við það upp launaflokka. Almennt verður launahækkunin 3,25 prósent í ár, 2024, en svo 3,5 prósent næstu þrjú ár. Ræstingafólk fær sérstakan kaupauka.

Á móti ætlar hið opinbera að leggja til 80 milljarða króna á samningstímanum í allskyns aðgerðir sem eiga að fjölga krónum í vasa launþega og létta þeim lífsbaráttuna með öðrum hætti.

Væntingar voru til þess að gerð samninganna myndi duga til að Seðlabankinn, sem hefur hækkað stýrivexti úr 0,75 prósent í 9,25 prósent frá því vorið 2021, og haldið þeim í þeim hæðum mánuðum saman, myndi hefja vaxtalækkunarferli. Af því varð ekki. 

Mikil hækkun á greiðslubyrði framundan

Það eru váleg tíðindi fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs greiddu heimili landsins til að mynda alls um 92 milljarða króna í vaxtagjöld, eða 32 milljörðum krónum meira en þau gerðu á sama tímabili árið áður. Þau hækkuðu um 54 prósent á milli ára. 

Þá greindi Heimildin nýverið frá því að greiðslubyrði sumra lána heimila muni brátt tvöfaldast. Stór skerfur óverðtryggðra lána á föstum vöxtum mun ganga í gegnum vaxtaendurskoðun á næstu misserum. Á fyrri helmingi þessa árs munu vextir á óverðtryggðum íbúðalánum upp á samtals 67 milljarða króna losna. En það eru um 2,9 prósent af öllum útistandandi íbúðalánum heimila landsins. 

Í lok janúar voru vegnir meðalvextir óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum um 10,9 prósent. Til samanburðar eru vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána á föstum vöxtum á fyrri hluta þessa árs 4,5 prósent.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þetta ekki eðlileg niðurstaða í samfélagi sem hefur ráðamann með markmið að gera ekki neitt og því þurfi Seðlabankinn að nota sitt sitt eina vopn, án frekari endurskoðunar?
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Peningastefnunefnd er komin á bólakaf í viðtengingaháttinn - “ ef að sé og ef að mundi, átján lappir á einum hundi” .
    Hverjar eru húsnæðisskuldir nefndarmanna? Og á hvaða kjörum?
    2
  • Axel Axelsson skrifaði
    lénsherra æemmef er sáttur við verð á snærisspottum og telur þá duga ágætlega til sjálfsmorðas heimilanna . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár