Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögregla kölluð til eftir uppþot á fundi hvalveiðiþjóða

Al­menn­ingi og fjöl­miðl­um var vís­að út af fundi hval­veiði­þjóða á Grand hót­eli í morg­un eft­ir mót­mæli. Fund­ur­inn, sem átti að vera op­inn al­menn­ingi, var það þannig skyndi­lega ekki.

Anahita Samstarfsmaður Anahitu, kvikmyndagerðarmaðurinn Micah Garen, tók upp erindi hennar.

Ég verð að trufla ykkur,“ byrjaði Anahita Babaei á fundi NAMMCO, samtaka hvalveiðiþjóða, á Hótel Grand í morgun. „Við munum ekki hætta fyrr en hvaladrápum er skipt út fyrir hvalavernd.“ 

Nokkrum mínútum síðar hafði henni, öðrum mótmælendum sem voru á staðnum, nokkrum almennum áhorfendum sem ekki voru í hópi mótmælenda og blaðamanni verið vísað út af fundinum sem átti að vera opinn almenningi.

NAMMCO, Norður-Atlantshafs-sjávarspendýraráðið, eru samtök landa sem stunda hvalveiðar – Noregs, Færeyja, Íslands og Grænlands. Þau lýsa sér sem alþjóðlegum samtökum „fyrir samvinnu um verndun, stjórnun og rannsóknir á hval- og hreifadýrum í Norður-Atlantshafi.“ Þriggja daga aðalfundur samtakanna hófst í dag og átti fyrsti dagurinn að vera opinn almenningi. 

„Á fundinum verður fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem verndun og stjórnun sjávarspendýra á Norður- Atlantshafssvæðinu stendur frammi fyrir,“ sagði í fundarboði. 

Sagðist innblásin af Kristjáni Loftssyni

Setið var …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár