Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að engin óeining sé um að horfa til eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmálans í ríkisstjórninni, spurð hvort óeining sé meðal stjórnarflokkanna gagnvart því að Landsbankinn hyggist kaupa TM.
„Það að kaupa tryggingafélag af almennum markaði fyrir tæpa 30 milljarða króna er ekki á stefnuskrá og hvílir ekki vel í eigendastefnu. Um það deilir enginn í ríkisstjórninni,“ sagði Þórdís Kolbrún í samtali við Heimildina að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.
Í viðtalinu kom Þórdís þó ekki inn á hvort viðskiptin hafi för með sér hvort flýtt verði fyrir söluferli Landsbankans eða með einhverjum hætti komið í veg fyrir kaupin á TM. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sögðu báðar á þingi í gær að þeim hugnaðist ekki að selja hlut í Landsbankanum í kjölfar kaupa bankans á TM. …
Í formi spreðunar á fjármunum sem ættu annaras að renna til (ríkissins), þjóðarinnar.
„Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá áformar bankinn ekki að þurfa að sækja frekara hlutafé til að ganga frá þessum kaupum. Heldur greiði það með reiðufé. Svo samspil þess á eiginfjárstöðu bankans og aðra slíka þætti er eitthvað sem þarf að kalla fram,“