Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Danski fólksfækkunarvandinn

Ef ekki verð­ur grip­ið til sér­stakra að­gerða verð­ur íbúa­fjöldi Dan­merk­ur um næstu alda­mót að­eins helm­ing­ur þess sem hann er í dag. Fækk­ar úr sex millj­ón­um í 2,5 millj­ón­ir og fækk­un­in verð­ur enn meiri sé lit­ið lengra fram í tím­ann. Danski ut­an­rík­is­ráð­herr­ann hvet­ur landa sína til barneigna.

Árum saman var umræða um „fólksfjölgunarvandann“ áberandi í fjölmiðlaumræðu, jörðin væri komin að þolmörkum eins og það var orðað. Ekki er um það deilt að í sumum heimshlutum fjölgar fólki mikið, og meira en „kerfið“ ræður við, en annars staðar stefnir í óefni vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar.

Á undanförnum árum, og áratugum, hafa margir orðið til að benda á að sífellt lækkandi fæðingartíðni hafi margháttaðar afleiðingar. Japanskir sérfræðingar hafa árum saman bent á þann vanda sem fylgir lækkandi fæðingartíðni, þar er tíðnin nú tæplega 1,3 á hverja konu. Japönum mun fækka um rúmlega 30 prósent fram til ársins 2070 og verða íbúar landsins þá um 87 milljónir, en í dag eru þeir um 126 milljónir. Enn alvarlega er útlitið í Suður-Kóreu, þar er fæðingartíðnin einungis 0,78.

Lækkandi fæðingartíðni hefur umtalsverð áhrif á samfélagsgerðina. Færri verða í hverri kynslóð, fólki á vinnumarkaði fækkar og eftirlaunafólki fjölgar. Þetta er stundum nefnt öfugur píramídi, …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ef áhyggjurnar af veðurfarshamförum væru jafn miklar ...
    Færri íbúar þýðir betra fæðuörryggi, orkuskiptum nást, álagið á náttúru minnkar. Eina áskorunin eru félagslegar afleiðingar fólksfækkunar - og til þess ættum við að hafa stjórnmálamenn sem finna lausnir.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár