Árum saman var umræða um „fólksfjölgunarvandann“ áberandi í fjölmiðlaumræðu, jörðin væri komin að þolmörkum eins og það var orðað. Ekki er um það deilt að í sumum heimshlutum fjölgar fólki mikið, og meira en „kerfið“ ræður við, en annars staðar stefnir í óefni vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar.
Á undanförnum árum, og áratugum, hafa margir orðið til að benda á að sífellt lækkandi fæðingartíðni hafi margháttaðar afleiðingar. Japanskir sérfræðingar hafa árum saman bent á þann vanda sem fylgir lækkandi fæðingartíðni, þar er tíðnin nú tæplega 1,3 á hverja konu. Japönum mun fækka um rúmlega 30 prósent fram til ársins 2070 og verða íbúar landsins þá um 87 milljónir, en í dag eru þeir um 126 milljónir. Enn alvarlega er útlitið í Suður-Kóreu, þar er fæðingartíðnin einungis 0,78.
Lækkandi fæðingartíðni hefur umtalsverð áhrif á samfélagsgerðina. Færri verða í hverri kynslóð, fólki á vinnumarkaði fækkar og eftirlaunafólki fjölgar. Þetta er stundum nefnt öfugur píramídi, …
Færri íbúar þýðir betra fæðuörryggi, orkuskiptum nást, álagið á náttúru minnkar. Eina áskorunin eru félagslegar afleiðingar fólksfækkunar - og til þess ættum við að hafa stjórnmálamenn sem finna lausnir.