Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég lá emjandi á gólfinu“

Tveir þrek­vaxn­ir karl­menn réð­ust á lækn­inn Árna Tóm­as Ragn­ars­son eft­ir að hann neit­aði að breyta vott­orði vegna ópíóða. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu. Síð­ustu lyf­seðl­ar Árna Tóm­as­ar runnu út á sunnu­dag.

„Ég lá emjandi á gólfinu“
Aldrei lent í þessu áður Árni Tómas segist aldrei áður hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við störf sín en hann hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu vegna ávísana ópíóða til fíknisjúklinga sem varð til þess að landlælknir svipti hann starfsleyfinu að hluta. Mynd: Golli

„Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna og voru nokkuð aggressívir. Þeir vildu að ég breytti vottorði sem ég hafði gefið mömmu annars þeirra,“ segir Árni Tómas Ragnarsson læknir sem varð fyrir árás á læknastofu sinni á þriðjudag. 

„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots. Ég hafði sagt henni að ég myndi ekki staðfesta það heldur myndi ég bara skrifa að hún væri drug addict, sem er rétt,“ segir hann.  

Árni Tómas hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu en í desember svipti landlæknis hann starfsleyfi að hluta, leyfinu til að ávísa verkjalyfjum, svefnlyfjum og kvíðalyfjum. Hann hefur síðustu tvö, þrjú árin ávísað morfínlyfjum til fíknisjúklinga sem nota vímuefni í æð, en upphaflega var það starfsfólk skaðaminnkunarúrræðisins Frú Ragnheiðar sem bað Árna Tómas um að skrifa upp á lyf fyrir skjólstæðinga sína.  

„Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst“

Hann segist aldrei hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi, fyrr en nú. Sonur konunnar sem hafði verið skjólstæðingur hans, og var flutt til Spánar, hafi ekki verið sáttur við það þegar Árni Tómas neitaði að breyta vottorðinu, falsa vottorð.

„Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti. Ég komst heim með harmkvælum, en hef nú að mestu jafnað mig. Þetta er í fyrsta skipti sem fíklamál mín hafa endað með ofbeldi, líklega tveir handrukkarar,“ segir Árni Tómas, sem tilkynnti málið til lögreglu.

Honum var eðlilega brugðið við árásina en hann leggur áherslu á að þetta breyti engu um hans álit á fólki með fíknisjúkdóm. „Fíklarnir hafa alltaf verið prúðir og góðir. Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst,“ segir hann. 

Síðustu lyfseðlarnir þar sem Árni Tómas ávísaði morfínlyfjum, ópíóðum, runnu út 10. mars. Árásin átti sér stað 12. mars.

Árni Tómas er í persónulegu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið má lesa í heild sinni í blaðinu.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár