Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Ég lá emjandi á gólfinu“

Tveir þrek­vaxn­ir karl­menn réð­ust á lækn­inn Árna Tóm­as Ragn­ars­son eft­ir að hann neit­aði að breyta vott­orði vegna ópíóða. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu. Síð­ustu lyf­seðl­ar Árna Tóm­as­ar runnu út á sunnu­dag.

„Ég lá emjandi á gólfinu“
Aldrei lent í þessu áður Árni Tómas segist aldrei áður hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við störf sín en hann hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu vegna ávísana ópíóða til fíknisjúklinga sem varð til þess að landlælknir svipti hann starfsleyfinu að hluta. Mynd: Golli

„Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna og voru nokkuð aggressívir. Þeir vildu að ég breytti vottorði sem ég hafði gefið mömmu annars þeirra,“ segir Árni Tómas Ragnarsson læknir sem varð fyrir árás á læknastofu sinni á þriðjudag. 

„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots. Ég hafði sagt henni að ég myndi ekki staðfesta það heldur myndi ég bara skrifa að hún væri drug addict, sem er rétt,“ segir hann.  

Árni Tómas hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu en í desember svipti landlæknis hann starfsleyfi að hluta, leyfinu til að ávísa verkjalyfjum, svefnlyfjum og kvíðalyfjum. Hann hefur síðustu tvö, þrjú árin ávísað morfínlyfjum til fíknisjúklinga sem nota vímuefni í æð, en upphaflega var það starfsfólk skaðaminnkunarúrræðisins Frú Ragnheiðar sem bað Árna Tómas um að skrifa upp á lyf fyrir skjólstæðinga sína.  

„Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst“

Hann segist aldrei hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi, fyrr en nú. Sonur konunnar sem hafði verið skjólstæðingur hans, og var flutt til Spánar, hafi ekki verið sáttur við það þegar Árni Tómas neitaði að breyta vottorðinu, falsa vottorð.

„Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti. Ég komst heim með harmkvælum, en hef nú að mestu jafnað mig. Þetta er í fyrsta skipti sem fíklamál mín hafa endað með ofbeldi, líklega tveir handrukkarar,“ segir Árni Tómas, sem tilkynnti málið til lögreglu.

Honum var eðlilega brugðið við árásina en hann leggur áherslu á að þetta breyti engu um hans álit á fólki með fíknisjúkdóm. „Fíklarnir hafa alltaf verið prúðir og góðir. Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst,“ segir hann. 

Síðustu lyfseðlarnir þar sem Árni Tómas ávísaði morfínlyfjum, ópíóðum, runnu út 10. mars. Árásin átti sér stað 12. mars.

Árni Tómas er í persónulegu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið má lesa í heild sinni í blaðinu.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár