Íslenska ríkið ætlar að útvista liðskiptaðgerðum og skurðaðgerðum gegn legslímuflakki og brjósklosi til einkafyrirtækja í allt að fimm ár með samningi þar um. Þetta kemur fram í auglýsingu frá Sjúkratryggingum Íslands, sem sér um samningsgerðina fyrir hönd íslenska ríkisins, frá 7. mars síðastliðinn. Markmiðið er að ná niður biðlistum eftir þessum aðgerðum.
„Við höfum áhyggjur af því að við fáum þá ekki sem eru minna veikir og sem tiltölulega auðvelt er að klára aðgerðirnar á.“
Auglýsingin frá Sjúkratryggingum hefur kveikt áhyggjur hjá læknum á ríkisreknum sjúkrahúsum sem telja að slíkir samningar grafi undan starfsemi þeirra, dragi úr fjárframlögum og ýti undir atgervisflótta. „Við eigum ekki breik,“ segir einn læknir við Heimildina.
Umrædd auglýsing og hugsunin á bak við hana er enn eitt dæmið um þá auknu einkarekstrarvæðingu sem á sér nú stað í heilbrigðis- …
Athugasemdir (5)