Tíu hljómsveitir léku á fjórða og síðasta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í Norðurljósasal Hörpu, miðvikudagskvöldið 13. mars 2024. Fjórða undanúrslitakvöldið í röð, nota bene. Sundferð með löngum setum i sjóðheitri gufu gerði sitt gagn til að hressa aðeins upp á bak og axlir og ótaldir kaffibollar hafa víst eitthvað hjálpað en annars verður að viðurkennast að fjórða undanúrslitakvöldið er það erfiðasta. Fyrir líkamann, því andinn er sprækur og sprellfjörugur og bíður spenntur og upptrekktur eftir að fyrsta hljómsveit byrji að spila.
Fyrsta hljómsveit á svið hét Klisja og kom mjög þægilega á óvart í afslöppun sinni og ró. Það var ekkert stress í þeim, þótt oft sé einmitt erfitt að byrja. Söngvarinn Bjartur hvetur salinn til að draga að sér einn sameiginlegan andardrátt. Ég held ég hafi aldrei orðið vitni að því á tónleikum, en það hafði mjög góð áhrif bæði á …
Athugasemdir