Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kötturinn Garðar lést af völdum skotsára: „Einhver illa innrættur einstaklingur rústaði lífi hans“

Ný­lega greindu Villikett­ir frá því að kött­ur hefði lát­ist af völd­um skotsára sem hann hlaut ná­lægt Garði á Suð­ur­nesj­um. Er það ekki eins­dæmi á því svæði. Formað­ur Villikatta seg­ir að kett­ir séu skotn­ir víða um land. „Ég veit af ein­um bónda sem skýt­ur kis­ur ef þær eru ekki með ól,“ seg­ir hún.

Kötturinn Garðar lést af völdum skotsára: „Einhver illa innrættur einstaklingur rústaði lífi hans“
Garðar formaður Villikatta segir það hræðilegt að þurft hafi að aflífa Garðar. „Hann var svo ljúfur.“ Mynd: Villikettir

Fyrir nokkrum dögum greindu Villikettir í Reykjanesbæ frá því að aflífa hefði þurft kött að nafni Garðar vegna þess að einhver hafði skotið hann nálægt Garði á Suðurnesjum. Kom fram í færslu samtakanna að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem þau fengju í hendurnar kött af svipuðu svæði sem hafði orðið fyrir byssukúlu eða höglum. 

Færslan hefst á þeim orðum að það sé „því miður ekki alltaf góður endir á málum“.  

Í júní hafi Villikettir fengið ábendingu um haltan kött og þegar hann náðist um mánuði síðar hafi hann virst vera snælduvitlaus, hvæsti bara og urraði. Farið var með hann til dýralæknis til að skoða fótinn en ekkert kom út úr þeirri heimsókn. Mánuði síðar fór hann aftur til dýralæknis, og fór þá að sýna á sér aðra hlið. „Á endanum brotnaði þessi skel sem hann var búinn að setja upp og úr henni kom þessi svaka kúrubangsi sem …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hverskonar fólk gerir svona. Það er fátt sem gerir mig reiðari en dýraníð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýraníð

Telur nauðsynlegt að koma á fót dýralögreglu
ViðtalDýraníð

Tel­ur nauð­syn­legt að koma á fót dýra­lög­reglu

Frest­ir til að fram­fylgja lög­um um vel­ferð dýra geta tak­mark­að virkni þeirra í fjölda ára eða jafn­vel ára­tugi. Þeir vinna gegn til­gangi lag­anna, oft með hrika­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir dýr­in sem þeim er ætl­að að vernda. Þetta seg­ir Al­ex­andra Jó­hann­es­dótt­ir lög­fræð­ing­ur, sem skoð­að hef­ur lög­in og eft­ir­fylgni með þeim of­an í kjöl­inn.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár