Fyrir nokkrum dögum greindu Villikettir í Reykjanesbæ frá því að aflífa hefði þurft kött að nafni Garðar vegna þess að einhver hafði skotið hann nálægt Garði á Suðurnesjum. Kom fram í færslu samtakanna að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem þau fengju í hendurnar kött af svipuðu svæði sem hafði orðið fyrir byssukúlu eða höglum.
Færslan hefst á þeim orðum að það sé „því miður ekki alltaf góður endir á málum“.
Í júní hafi Villikettir fengið ábendingu um haltan kött og þegar hann náðist um mánuði síðar hafi hann virst vera snælduvitlaus, hvæsti bara og urraði. Farið var með hann til dýralæknis til að skoða fótinn en ekkert kom út úr þeirri heimsókn. Mánuði síðar fór hann aftur til dýralæknis, og fór þá að sýna á sér aðra hlið. „Á endanum brotnaði þessi skel sem hann var búinn að setja upp og úr henni kom þessi svaka kúrubangsi sem …
Athugasemdir (1)