Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Stóru spurningarnar í litlu versluninni

„Ég verð lög­leg­ur á næsta ári, 67 ára. Kannski verð ég þá orð­inn alls­laus,“ seg­ir einn þeirra. Líf­ið ein­kenn­ist af bið, seg­ir ann­ar. „Bið eft­ir ein­hverju sem við vit­um ekki alltaf hvað er.“ Tím­inn eyk­ur fjar­lægð­ina við sam­fé­lag­ið, seg­ir sá þriðji. Slít­ur smám sam­an tengsl­in. „Við verð­um að koma hjól­un­um á stað.“

Stóru spurningarnar í litlu versluninni
Skeggrætt Þau eru mörg málin sem þarf að kryfja á hverjum degi. Frá vinstri: Bjarki, Ómar, Jóhann og Þorsteinn. Mynd: Golli

Verslunin við Grindavíkurhöfn, sem er rekin af Vélsmiðju Grindavíkur, virðist við fyrstu sýn dæmigerð smábúð, nokkurs konar kaupfélag, í sjávarþorpi. En hún er það í raun ekki og vissulega alls ekki um þessar mundir. Þar er jú hægt að fá bæði smurolíu og samloku, tvistpoka og Twix og flest það annað sem vinnandi fólki vanhagar um dagsdaglega, en það allra mikilvægasta sem boðið er upp á er spjall við aðra heimamenn. Og það kostar ekki krónu. 

Verslunin er orðin nokkurs konar félagsmiðstöð þeirra fáu sem starfa í Grindavík um þessar mundir. Þar sem fólk hittist og ber saman bækur sínar. Spyr hvað sé að frétta. Ertu búinn að taka ákvörðun? Er konan alveg viss um að hún vilji selja? Er ekkert að frétta af bannsettu heita vatninu?

Uppfært 21. mars: Grein þessi birtist fyrst í Heimildinni þann 15. mars. Eftir að viðtalið var tekið og greinin birt hófst eldgos enn einu sinni norðan Grindavíkur.

Vonast til að fá heitt vatn

„Það er ekki verandi í húsum þar sem er ekki kalt vatn“
Bjarki

„Við verðum að koma hjólunum á stað,“ segir Ómar Davíð Ólafsson, starfsmaður Vélsmiðjunnar. „Það er ein fiskvinnsla starfandi í bænum. Svo eru aðrir sem bíða í startholunum.“ Línubátar Stakkavíkur landa stundum í höfninni. En aflinn er keyrður beinustu leið til vinnslu í Sandgerði. Það kemur til af því að fiskvinnsluhúsið er ónýtt. Stór sprunga liggur í gegnum það. „Nú erum við bara að bíða eftir að fá heitt vatn á hafnarsvæðið og kalt vatn á bæinn. Þá getur fólk farið að vera hérna,“ segir Bjarki Sigmarsson sem stendur fyrir innan búðarborðið.

Þeir segjast lítið botna í því hvað tefji viðgerðir á þessum lífæðum allrar starfsemi og viðveru í bænum. HS Veitur virðast lítið vera að gera í málunum. Starfsmenn þeirra sjáist orðið sjaldan. Heyrst hafi að fyrirtækið sé með aðra öryggisstaðla en Almannavarnir. Og að nú sé komið að stórum spurningum um hver eigi að borga. 

Áttu von á að fá þrjú ár í skjóli

Hvorugur þeirra hefst við í bænum á nóttunni. „Það er ekki verandi í húsum þar sem er ekki kalt vatn,“ segir Bjarki. Ómar á einbýlishús í Þórkötlustaðahverfinu, austan við þéttbýlið í Grindavík. Á því svæði eru engar skemmdir en þar er hvorki heitt né kalt vatn. Hús Bjarka er vestast í bænum, „alveg stráheilt“. 

Þegar loks var opnað fyrir umsóknir um uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í síðustu viku hoppaði líklega enginn hæð sína í loft upp af kæti, þrátt fyrir að allir hafi beðið eftir þeirri aðgerð. „Við endum sjálfsagt á því að selja eins og væntanlega langflestir,“ segir Bjarki hugsi.

FélagsmiðstöðinBjarki og Ómar standa vaktina í verslun, á smurstöð og verkstæði. En það er lítil traffík um þessar mundir, segja þeir.

Þeir segja alveg nýtt hljóð hafa komið í Grindvíkinga á síðustu dögum þegar farið var að rýna í lögin um fasteignafélagið Þórkötlu sem mun eignast húsin. „Við fáum ákveðna upphæð fyrir húsin okkar en eftir kannski nokkra mánuði getur hver sem er boðið í þau,“ segir Ómar um skilning sinn og margra annarra á lögunum. Þótt Grindvíkingar hafi forkaupsrétt að húsum sínum í þrjú ár, geti komið upp sú staða að tilboð komi í hús innan þess tíma og þeir hafi þá fest alla sína peninga í öðrum eignum og geti ekki nýtt þennan rétt sinn. „Þannig gæti ég misst húsið mitt,“ segir hann. „Við héldum að við fengjum þrjú ár til að vera í algjöru skjóli.“ 

Bjarki samsinnir þessu. „Við skildum það öll þannig. En það virðist vera þannig að ef einhver girnist húsið okkar þá geti hann einfaldlega boðið í það.“

Ómar lætur verkin tala og sendi tölvupóst á fjármálaráðherra í vikunni og sagði frá þessum áhyggjum Grindvíkinga. „Hún sagðist ætla að skoða þetta.“

Auðvitað er þetta sárt

Þetta er oft svona í lífi Grindvíkinga. Eitt er lagað og þá bilar annað. Ein lausn er boðin en þá hentar hún ekki öllum eða er alls ekki eins og til stóð. Þau koma því hvert á eftir öðru, áföllin. Sum smá. Önnur risastór.

Er allt horfið?Þorsteinn ræðir um stöðu fyrirtækisins síns í því ástandi sem nú ríkir. Í vetur var nóg að gera við að gera við lagnir. En hvað tekur nú við?

Bjarki og Ómar ólust upp í Grindavík. „Auðvitað er þetta sárt,“ segir Bjarki um það að þurfa að selja húsið sitt. „Það er verið að neyða okkur í eitthvað. Það stóð aldrei til að flytja héðan.“ Ómar bætir við: „Þetta er ekkert sem við völdum okkur.“

Þessi óvissa. Þessi endalausa bið. Hann hristir höfuðið. „Það er það versta.“

Beðið eftir eldgosi

Inn kemur viðskiptavinur. Þetta er hann Þorsteinn Einarsson sem rekur Lagnaþjónustu Þorsteins. Hann sest niður við búðarborðið og fær sér bita af Rís-súkkulaði og sopa af Pepsí. Það er kominn kaffitími. „Þessir safnskólar verða ekki reknir áfram í haust, heyrði ég,“ segir hann við félaga sína og þeir segjast hafa heyrt ávæning af því sama. En vita í raun ekkert hvað verður.

„Ég get sagt þér að ég hef örugglega gránað töluvert á síðustu mánuðum“
Ómar

Það er rólegt í versluninni um þessar mundir. Í janúar, þegar skipin voru að landa, þá var miklu meiri traffík. „Það eru allir að bíða eftir næsta atburði,“ segir Ómar um hvað valdi. „Það átti að verða eldgos hérna í byrjun mánaðarins. Það varð bara kvikuhlaup en þá var sagt að gosið kæmi eftir nokkra daga. Og þá þorði enginn af stað.“ Tvær vikur hafa liðið og ekkert bólar á gosi. 

„Ég get sagt þér að ég hef örugglega gránað töluvert á síðustu mánuðum,“ segir Ómar. Þorsteinn tekur ofan húfuna og strýkur í gegnum grátt hárið. „Þú varst löngu orðinn svona, maður,“ segir Ómar og þeir brosa til hvor annars.

„Okkar líf hefur einkennst af bið að undanförnu. Bið eftir einhverju sem við vitum ekki alltaf hvað er,“ segir Bjarki. 

Löglegur og allslaus 

Þorsteinn segir að smáfyrirtækin í Grindavík, sem hafi engan rekstrargrundvöll lengur, hafi gleymst. „Það vantar svör. Fólk er kannski með aleigu sína bundna í atvinnuhúsnæði. Hvað á að gera fyrir þetta fólk?“ Fyrirtækið hans var með tvö hús í byggingu. Þau eru fokheld. Í þeim liggur ævisparnaður hans. „Ég verð löglegur á næsta ári, 67 ára,“ segir hann, „kannski verð ég þá orðinn allslaus.“

Ómar minnir á að stjórnvöld hafi sagt að þau ætluðu að reyna að taka tillit til ólíklegra aðstæðna fólks. Þeir vona allir að það séu ekki orðin tóm.

Átta manns voru að vinna hjá Lagnaþjónustu Þorsteins fyrir nokkrum mánuðum. Nú eru þeir fjórir. Fólk flutti burt og gat ekki lagt langar vegalengdir á sig alla daga til að mæta í vinnuna. „Það sem hefur bjargað fyrirtækinu í vetur er að við höfum unnið við að endurnýja kalda vatnið og fráveituna.“ En hvað verður á næstunni er allt annað mál. Það eru ekki mörg fyrirtæki til að þjónusta í bænum. Hann var með mörg verkefni í gangi og önnur á teikniborðinu. „Það verður ekki neitt af þessu. Þetta er allt horfið.“

Hann hefði viljað að HS veitur notuðu hverja stund sem býðst til að koma heita vatninu á. „Eftir því sem við drögum þetta lengur þá drögum við lífið úr bænum. Honum blæðir alltaf meira út.“

Tengslin rofna

Ómar segir að eftir því sem tíminn líði missi fólk sífellt meira tengslin við staðinn. Þetta er mikil synd, heldur Þorsteinn áfram. Grindavík var enginn svefnbær. „Þetta var sennilega öflugasta þorp á landinu. Gríðarlega öflugt sveitarfélag. Allt til alls. Nóg af vinnu.“  

„Eftir því sem við drögum þetta lengur þá drögum við lífið úr bænum. Honum blæðir alltaf meira út.“
Þorsteinn

Nú hefur Jóhann Pétursson bæst í hópinn og leggur orð í belg á milli þess sem hann sýpur á kaffinu. „Það er svo mikill drifkraftur í fólkinu.“ Allt gekk hratt og vel fyrir sig. Ekkert vesen. Öllu reddað. 

Fall mannsins í sprunguna hafi breytt öllu. Bænum var lokað í nokkrar vikur, fólk mátti ekki koma. Yfirvöld voru gripin hræðslu. En samt óku vinnuflokkar af ýmsum toga, jafnvel gröfum, um göturnar. Þeir velta því fyrir sér hvort það hefði þá ekki alveg eins mátt hleypa íbúum inn. Fólkinu sem þekkir bæinn sinn vel. Auðvitað með mikilli varúð. „Við sem höfum verið að vinna hérna á hverjum degi síðan í nóvember þekkjum öll hættusvæðin,“ segir Þorsteinn.   

Ómar hellir upp á meira kaffi. Hér er kalt vatn sem gerir það mögulegt. Í félagsmiðstöðinni, eins og þeir kalla verslunina. Þar sem rekin er smurstöð, bifreiðaverkstæði og „samfélagsþjónusta“, bætir Bjarki við sposkur á svip. „Þetta er það sem maður saknar þegar maður er í Reykjavík,“ segir Jóhann. Þar gengur fólk inn á bensínstöð og þekkir engan. „En hér þekkja allir alla.“ Allt er miklu persónulegra, bætir Þorsteinn við. „Hér sagði tölvan aldrei nei eins og svo víða. Þessi mannlegu tengsl eru svo dýrmæt.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár