Útlendingastofnun hefur gengið erfiðlega að fá lendingarleyfi í Caracas, höfuðborg Venesúela. Venesúelskir hælisleitendur fengu fyrst skilaboð um áætlað flug í desember en vélin hefur enn ekki tekið á loft.
Ein hælisleitendanna var búin að selja þær litlu eigur sem hún átti hér á landi, segja upp leigusamningi og sjálfboðavinnu þegar fluginu var frestað þann 23. febrúar síðastliðinn – með fimm daga fyrirvara.
Flugferðin átti að vera á vegum Útlendingastofnunar og Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Fyrstu skilaboðin sem venesúelskir hælisleitendur fengu um það var í desembermánuði og var það þá áætlað í janúar eða febrúar.
„Leiguflugið er hluti af skuldbindingu okkar til þess að aðstoða fólk sem hefur ákveðið að snúa aftur til Venesúela“, segir í skilaboðunum. „Til að styrkja enduraðlögun þína bjóðum við hverjum fullorðnum 2.900 Bandaríkjadali í reiðufé á Íslandi eða við komuna til Venesúela.“
„Vegabréfið þitt gæti verið gert upptækt“
Þá var fólkið einnig búið undir það …
Athugasemdir (1)