Ekki er ýkja langt síðan erfitt var að fá karla til að ganga til liðs við jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta er að einhverju leyti skiljanlegt því eins og flestir vita er erfitt að gera sér grein fyrir eigin forréttindum, erfitt að tengja við eitthvað sem maður hefur ekki upplifað á eigin skinni og þeim mun erfiðara að berjast fyrir einhverju sem maður getur ekki ímyndað sér að geti nokkurn tímann hent mann sjálfan. Þetta á auðvitað ekki bara við um karla heldur okkur öll.
Á fyrsta degi mínum sem netblaðamaður á Fréttablaðinu lærði ég þá lexíu að því erfiðara sem það er fyrir lesendur að ímynda sér að þau gætu lent í atviki sem ákveðin frétt fjallar um því færri klikk fær hún.
Þess vegna eru mest lesnu fréttirnar yfirleitt um Íslendinga eða atvik sem gerast á Íslandi. Erlendu fréttirnar eru töluvert minna lesnar, sérstaklega ef þær eiga sér stað í …
Athugasemdir (1)