Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi

Kviku­hlaup hófst klukk­an 15.55 í dag en óvissa er um hvort gos brjót­ist upp í gegn­um jarð­skorp­una nú. Ekki er hægt að úti­loka gos við Bláa lón­ið, sem 600 til 800 manns þurftu að rýma við kviku­hlaup­ið.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi
Bláa lónið í gær Hundruð manna eru í Bláa lóninu yfir daginn og fjöldi gesta gista þar á tveimur hótelum. Mynd: Golli

Skjálftavirkni í nýhöfnu kvikuhlaupi í Sundhnúksgígaröðinni sem hófst um miðjan dag færðist til suðurs í áttina að Grindavík og koðnaði niður. Þetta gerist í meirihluta kvikuhlaupa, að kvikan nær ekki til yfirborðsins, eða í um 60% til 80% tilfella.

Öflug smáskjálftahrina hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan 15.55 í dag. Um 600 til 800 gestir Bláa lónsins heyrðu viðvörunarflautur og var gert að yfirgefa lónið. Í fréttum RÚV kom fram að bílar ferðamanna væri innan við lokunarpósta, þar sem fólk freistaði þess að ná myndum af upphafi nýs goss.

Kvikuhlaupið kemur úr kvikuhólfi sem liggur beint undir Svartsengi og þar með Bláa lóninu. Jarðfræðingar gera ráð fyrir því að kvika komi áfram upp austan við Bláa lónið, á sprungu sem liggur frá suðvestri í Grindavík norðaustur eftir Sundhnúksgígaröðinni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist í viðtali við Rás 2 ekki útiloka að gos komi upp beint í Svartsengi, í eða við Bláa lónið. 

„Það er náttúrulega alltaf möguleiki á að þetta fari beint upp. Við getum ekki útilokað þá sviðsmynd. Og það er allra versta tilfellið sem við getum fengið því þá er gossprungan inni á Svartsengissvæðinu. Það er náttúrulega ekki gott.“

Ferðamenn við nýja hrauniðÍ gær, rétt eins og eftir rýminguna seinni partinn í dag, voru ferðamenn að skoða hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðasta gosi.
Uppfært hættumat VeðurstofunnarMjög mikil hætta er á svæðunum sem merkt eru fjólublá á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. Þar er gert ráð fyrir gosopnun án fyrirvara, rétt eins og í Grindavík sjálfri.

Kvikan hefur hins vegar fundið glufu sem liggur eftir sigdal og sprunguna í átt til suðvesturs inn í Grindavík.

„Það virðist vera þannig ástandið þarna að skorpan sem þekur Svartsengissvæðið er þéttari í sér og sterkari. Hún er ekki eins brotin eins og svæðið sitt hvorum megin, eins og svæðið þar sem Sundhnúkar eru og svo aftur á móti þar sem Eldvörp eru. Kvikan er, eins og margir vökvar, að hún leitar eftir auðveldustu leiðinni,“ segir Þorvaldur við RÚV.

Staðsetning skjálftahrinunnar nú var fyrst við suðurenda gossprungunnar sem úr gaus 18. desember í öðru eldgosinu norðan Grindavíkur af þremur. Það fjórða virtist í aðsigi í dag, en líklega var um goslaust kvikuhlaup að ræða.

„Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Komi til goss er því líklegt að verði smærra en þau fyrri.

Upphaflega var talið mjög líklegt að fjórða gosið væri í aðsigi norðan við Grindavík. Á sjötta tímanum dró þó úr skjálftavirkni og Veðurstofan dró í land. „Dýpi skjálftavirkninnar bendir ekki til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs eins og staðan er núna,“ sagði á vef Veðurstofunnar.  „Ein þeirra sviðsmynda sem nefnd hefur verið er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.“

Enn er verulega líklegt að gos nái yfirborði á næstu dögum, jafnvel þótt kvikuhlaup nú gæti frestað gosi. „Það getur tekið einhverja daga í viðbót fyrir geymsluhólfið að ná að fyllast svo eitthvað fari að gerast,“ segir Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur í viðtali við Rás 2.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár