Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi

Kviku­hlaup hófst klukk­an 15.55 í dag en óvissa er um hvort gos brjót­ist upp í gegn­um jarð­skorp­una nú. Ekki er hægt að úti­loka gos við Bláa lón­ið, sem 600 til 800 manns þurftu að rýma við kviku­hlaup­ið.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi
Bláa lónið í gær Hundruð manna eru í Bláa lóninu yfir daginn og fjöldi gesta gista þar á tveimur hótelum. Mynd: Golli

Skjálftavirkni í nýhöfnu kvikuhlaupi í Sundhnúksgígaröðinni sem hófst um miðjan dag færðist til suðurs í áttina að Grindavík og koðnaði niður. Þetta gerist í meirihluta kvikuhlaupa, að kvikan nær ekki til yfirborðsins, eða í um 60% til 80% tilfella.

Öflug smáskjálftahrina hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan 15.55 í dag. Um 600 til 800 gestir Bláa lónsins heyrðu viðvörunarflautur og var gert að yfirgefa lónið. Í fréttum RÚV kom fram að bílar ferðamanna væri innan við lokunarpósta, þar sem fólk freistaði þess að ná myndum af upphafi nýs goss.

Kvikuhlaupið kemur úr kvikuhólfi sem liggur beint undir Svartsengi og þar með Bláa lóninu. Jarðfræðingar gera ráð fyrir því að kvika komi áfram upp austan við Bláa lónið, á sprungu sem liggur frá suðvestri í Grindavík norðaustur eftir Sundhnúksgígaröðinni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist í viðtali við Rás 2 ekki útiloka að gos komi upp beint í Svartsengi, í eða við Bláa lónið. 

„Það er náttúrulega alltaf möguleiki á að þetta fari beint upp. Við getum ekki útilokað þá sviðsmynd. Og það er allra versta tilfellið sem við getum fengið því þá er gossprungan inni á Svartsengissvæðinu. Það er náttúrulega ekki gott.“

Ferðamenn við nýja hrauniðÍ gær, rétt eins og eftir rýminguna seinni partinn í dag, voru ferðamenn að skoða hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðasta gosi.
Uppfært hættumat VeðurstofunnarMjög mikil hætta er á svæðunum sem merkt eru fjólublá á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. Þar er gert ráð fyrir gosopnun án fyrirvara, rétt eins og í Grindavík sjálfri.

Kvikan hefur hins vegar fundið glufu sem liggur eftir sigdal og sprunguna í átt til suðvesturs inn í Grindavík.

„Það virðist vera þannig ástandið þarna að skorpan sem þekur Svartsengissvæðið er þéttari í sér og sterkari. Hún er ekki eins brotin eins og svæðið sitt hvorum megin, eins og svæðið þar sem Sundhnúkar eru og svo aftur á móti þar sem Eldvörp eru. Kvikan er, eins og margir vökvar, að hún leitar eftir auðveldustu leiðinni,“ segir Þorvaldur við RÚV.

Staðsetning skjálftahrinunnar nú var fyrst við suðurenda gossprungunnar sem úr gaus 18. desember í öðru eldgosinu norðan Grindavíkur af þremur. Það fjórða virtist í aðsigi í dag, en líklega var um goslaust kvikuhlaup að ræða.

„Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Komi til goss er því líklegt að verði smærra en þau fyrri.

Upphaflega var talið mjög líklegt að fjórða gosið væri í aðsigi norðan við Grindavík. Á sjötta tímanum dró þó úr skjálftavirkni og Veðurstofan dró í land. „Dýpi skjálftavirkninnar bendir ekki til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs eins og staðan er núna,“ sagði á vef Veðurstofunnar.  „Ein þeirra sviðsmynda sem nefnd hefur verið er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.“

Enn er verulega líklegt að gos nái yfirborði á næstu dögum, jafnvel þótt kvikuhlaup nú gæti frestað gosi. „Það getur tekið einhverja daga í viðbót fyrir geymsluhólfið að ná að fyllast svo eitthvað fari að gerast,“ segir Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur í viðtali við Rás 2.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár