Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólga stendur nánast í stað milli mánaða

Tólf mán­aða verð­bólga mæl­ist nú 6,6 pró­sent en var í síð­asta mán­uði 6,7 pró­sent. Á sama tíma í fyrra stóð tólf mán­aða verð­bólga í tveggja stafa tölu.

Verðbólga stendur nánast í stað milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga mælist nú um 6,6 prósent. Á sama tíma í fyrra stóð verðbólga þó í 10,2 prósentum. Síðasta mánuði lækkaði verðbólga um 0,16 prósent milli mánaða og mældist tólf mánaða verðbólga þá 6,7 prósent. Hafði hún ekki mælst minni síðan í mars 2022.

Þrátt fyrir hækkun í verðbólgu í febrúar heldur tólf mánaða verðbólga því áfram að lækka eftir því sem háir verðbólgu mánuðir frá fyrri hluta síðasta árs detta úr tólf mánaða mælingunni.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vetrarútsölur sem gengu flestar til baka í mánuðinum hafi haft áhrif á verðbólguna. Til að mynda hafi verð á fötum og skóm hækkað um 8,4 prósent milli mánaða og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði sömuleiðis um 5,5 prósent. Samanlagt höfðu þessar hækkanir um 0,61 prósent á áhrif á vísitöluna. 

Þá segir einnig að kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hafi hækkað um 0,7 prósent. Ýmis önnur gjöld eins og sorphreinsun, holræsi og kalt vatn hækkuðu líka milli mánaða, eða um 11 prósent. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent milli mánaða.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár