Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að fyrirtækið sé um þessar mundir að prófa sig áfram með því rafvæða þjónustubílaflotann sinn. Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir því rafknúnum sendibílum á vegum Olíudreifingar akandi um götur og stræti landsins.
Í samtali við Heimildina segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar að fyrirtækið sé að fikra áfram með að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti yfir í rafknúna bíla.
Rétt eins og önnur fyrirtæki hér landi sé Olíudreifing að skoða hvernig rafbílar og sífellt fjölgandi framboð á þeim henti rekstri þeirra. Árni segist ekki vera með nákvæma tölu fjölda bíla sem fyrirtækið hefur tekið í gagnið.
„Við erum komin með nokkra en þeir eru ekkert orðnir rosalega margir. Þannig það er svona kannski tíu prósent af þjónustubílaflotanum, eitthvað svoleiðis,“ segir Árni.
Ásamt því að kanna hvort rafbílar henti rekstri félagsins fellur verkefnið einnig að markmiðum fyrirtækisins um að minnka útblástur og kolefnisspor þess. „Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum,“ segir Árni.
„Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum“
Félagið var stofnað árið 1996 og sér um dreifingu og birgðahald fljótandi eldsneytis ásamt sölu og þjónustu á eldsneytisbúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns á um 34 starfsstöðvum sem fyrirtækið rekur um allt land.
Olíudreifing rekur einnig mikinn fjölda tankbíla, dráttarbíla, vörubíla og ýmis konar aðra smærri bíla. Félagið á og rekur einnig tankskipið Keili sem siglir með olíu á helstu hafnir landsins.
Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umhverfisvernd sé lykilatriði í rekstri félagsins. „Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins,“ segir á vefnum. „Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.“
Verkferlar og lýsingar á þeim séu reglulega endurskoðaðir og uppfærðir til þess að uppfylla þá gildandi staðla hverju sinni.
Enn sem komið hafa bílaframleiðendur ekki framleitt rafknúna tankbíla sem mega flytja hættulegan varning á milli staða og hafa svokallað ADR-vottun. Í samtali segir Árni þó að ef slíkir bílar verða framleiddir myndu stjórnendur fyrirtækisins eflaust skoða þann valmöguleika vel.
Athugasemdir