Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
Tankbílar Olíudreifingar eru enn sem komið er allir knúnir jarðefnaeldsneyti. Hins vegar eru nú um 10 prósent smærri þjónustubíla félagsins rafknúnir Mynd: Davíð Þór

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að fyrirtækið sé um þessar mundir að prófa sig áfram með því rafvæða þjónustubílaflotann sinn. Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir því rafknúnum sendibílum á vegum Olíudreifingar akandi um götur og stræti landsins.

Í samtali við Heimildina segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar að fyrirtækið sé að fikra áfram með að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti yfir í rafknúna bíla. 

Rétt eins og önnur fyrirtæki hér landi sé Olíudreifing að skoða hvernig rafbílar og sífellt fjölgandi framboð á þeim henti rekstri þeirra. Árni segist ekki vera með nákvæma tölu fjölda bíla sem fyrirtækið hefur tekið í gagnið.

„Við erum komin með nokkra en þeir eru ekkert orðnir rosalega margir. Þannig það er svona kannski tíu prósent af þjónustubílaflotanum, eitthvað svoleiðis,“ segir Árni. 

Ásamt því að kanna hvort rafbílar henti rekstri félagsins fellur verkefnið einnig að markmiðum fyrirtækisins um að minnka útblástur og kolefnisspor þess. „Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum,“ segir Árni. 

„Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum“
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar

Félagið var stofnað árið 1996 og sér um dreifingu og birgðahald fljótandi eldsneytis ásamt sölu og þjónustu á eldsneytisbúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns á um 34 starfsstöðvum sem fyrirtækið rekur um allt land.

Olíudreifing rekur einnig mikinn fjölda tankbíla, dráttarbíla, vörubíla og ýmis konar aðra smærri bíla. Félagið á og rekur einnig tankskipið Keili sem siglir með olíu á helstu hafnir landsins. 

Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umhverfisvernd sé lykilatriði í rekstri félagsins. „Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins,“ segir á vefnum. „Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.“

Verkferlar og lýsingar á þeim séu reglulega endurskoðaðir og uppfærðir til þess að uppfylla þá gildandi staðla hverju sinni. 

Enn sem komið hafa bílaframleiðendur ekki framleitt rafknúna tankbíla sem mega flytja hættulegan varning á milli staða og hafa svokallað ADR-vottun. Í samtali segir Árni þó að ef slíkir bílar verða framleiddir myndu stjórnendur fyrirtækisins eflaust skoða þann valmöguleika vel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu