Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
Tankbílar Olíudreifingar eru enn sem komið er allir knúnir jarðefnaeldsneyti. Hins vegar eru nú um 10 prósent smærri þjónustubíla félagsins rafknúnir Mynd: Davíð Þór

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að fyrirtækið sé um þessar mundir að prófa sig áfram með því rafvæða þjónustubílaflotann sinn. Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir því rafknúnum sendibílum á vegum Olíudreifingar akandi um götur og stræti landsins.

Í samtali við Heimildina segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar að fyrirtækið sé að fikra áfram með að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti yfir í rafknúna bíla. 

Rétt eins og önnur fyrirtæki hér landi sé Olíudreifing að skoða hvernig rafbílar og sífellt fjölgandi framboð á þeim henti rekstri þeirra. Árni segist ekki vera með nákvæma tölu fjölda bíla sem fyrirtækið hefur tekið í gagnið.

„Við erum komin með nokkra en þeir eru ekkert orðnir rosalega margir. Þannig það er svona kannski tíu prósent af þjónustubílaflotanum, eitthvað svoleiðis,“ segir Árni. 

Ásamt því að kanna hvort rafbílar henti rekstri félagsins fellur verkefnið einnig að markmiðum fyrirtækisins um að minnka útblástur og kolefnisspor þess. „Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum,“ segir Árni. 

„Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum“
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar

Félagið var stofnað árið 1996 og sér um dreifingu og birgðahald fljótandi eldsneytis ásamt sölu og þjónustu á eldsneytisbúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns á um 34 starfsstöðvum sem fyrirtækið rekur um allt land.

Olíudreifing rekur einnig mikinn fjölda tankbíla, dráttarbíla, vörubíla og ýmis konar aðra smærri bíla. Félagið á og rekur einnig tankskipið Keili sem siglir með olíu á helstu hafnir landsins. 

Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umhverfisvernd sé lykilatriði í rekstri félagsins. „Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins,“ segir á vefnum. „Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.“

Verkferlar og lýsingar á þeim séu reglulega endurskoðaðir og uppfærðir til þess að uppfylla þá gildandi staðla hverju sinni. 

Enn sem komið hafa bílaframleiðendur ekki framleitt rafknúna tankbíla sem mega flytja hættulegan varning á milli staða og hafa svokallað ADR-vottun. Í samtali segir Árni þó að ef slíkir bílar verða framleiddir myndu stjórnendur fyrirtækisins eflaust skoða þann valmöguleika vel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár