Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Vilja að menntaskóli verði aftur fjögur ár

„Þetta er eig­in­lega ómögu­legt ef fólk hef­ur ekki tek­ið auka áfanga í grunn­skóla eða tek­ur ein­hvers kon­ar hrað­ferð,“ sagði einn nem­andinn sem Heim­ild­in ræddi við um þriggja ára mennta­skóla kerf­ið. Þyk­ir nem­end­un­um nám­ið vera sam­þjapp­að og vilja að nám­ið verði aft­ur fjög­ur ár.

Vilja að menntaskóli verði aftur fjögur ár

Árið 2015 var lengd framhaldsskólanáms á Íslandi stytt um eitt ár með þjöppun á námskrá. Í rannsókn hagfræðideildar Háskóla Íslands kom fram að nemendur sem fóru í gegnum þriggja ára framhaldsskólanám gekk verr í háskóla en þeir sem komu úr fjögurra ára framhaldsskólanámi. Í rannsókninni voru meðal annars bornar saman einkunnir nemenda sem útskrifuðust úr þriggja og fjögurra ára framhaldsskólanáminu skólaárið 2018/2019 og haustið eftir. Rannsóknin var gerð til að reyna að mæla áhrif fjölda ára í framhaldsskóla á árangur nemenda á fyrsta ári í háskóla.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að stytting framhaldsskóla, úr fjórum árum í þrjú, leiddi til þess að háskólanemar á fyrsta ári ljúka færri einingum, fá lægri meðaleinkunn í loknum áföngum og er hættara við brottfalli. Niðurstöður benda til þess að áhrifin skýrist að hluta til af aldri við innritun í háskóla. Þetta á sérstaklega við um konur á meðan karlar verða fyrir skaðlegum áhrifum, jafnvel þó aldur sé tekinn með í reikninginn,“ sagði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í myndbandi um rannsóknina. 

Heimildin ræddi við sex menntaskólanema, þau Magnús Birni Þórisson, Ísold Sturludóttur Hamar og Gunnar Bjart Huginsson nemendur við Menntaskólann í Reykjavík (MR), Bjargeyju Axelsdóttur, Svanbjörn Orra Thoroddsen og Valgerði Birnu Magnúsdóttur, nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð (MH). Eru þau öll á þriðja ári í menntaskóla nema Valgerður, hún er á öðru ári og hyggst ljúka náminu á fjórum árum.

Nemendurnir voru sammála um að vilja lengja menntaskólann aftur í fjögur ár. Þau telja að það muni um þetta auka ár fyrir þeirra félagslega þroska. Þau vilja fá að vera börn og nemendur í vernduðu umhverfi lengur. Með samþjöppun námsins telja þau að það sé búið að skera mikið af kjarnanáminu niður. 

„Maður er að drífa sig svo mikið að ná að gera allt sem manni langar að gera. Síðan er maður að drukkna í námi við hliðin á því líka. Mér finnst við bara nýbyrjuð og við erum bara að fara eftir nokkrar vikur,“ sagði Ísold.

Upplifa að námið sé samanþjappað

„Mín tilfinning er að námið sé svolítið samanþjappað,“ sagði Gunnar, nemandi í MR. Sagði hann að flestir sem hann þekkir myndu vilja vera auka ár í menntaskóla.

Bjargey, nemandi í MH, sagði að þrátt fyrir að hafa aldrei fallið í áfanga og að hún sé búin að taka auka einingar, væri hún þrátt fyrir það tæp á að ná áfangafjöldanum sem þarf ljúka fyrir útskrift. Svanbjörn tók hraðferð í nokkrum áföngum og komst þannig hraðar í gegnum námið. „Ef ég væri ekki búinn með þessar einingar á fyrst ári, að þá væri þetta alveg stress.“ Valgerður ætlar að ljúka náminu á fjórum árum. „Það er svo gott að hafa þetta auka ár í menntaskóla til að finna hvað mann langar til að gera.“

Vilja vera lengur í vernduðu umhverfi

Samrómur var á milli nemendanna að lítið sé um að nemendur ætli beint í háskólanám að stúdentsprófi loknu. Þau upplifa að fáir séu komnir á það stig að vita hvað þau vilja gera eða læra.

„Mér finnst ég engan vegin nógu stór til að vera að ákveða hvað ég vil mennta mig í. Að fá að vera í vernduðu umhverfi eitt ár í viðbót væri geggjað, en það er ekki staðan,“ sagði Ísold, nemandi í MR. Hún ætlar að taka sér árs pásu áður en hún fer í háskóla. 

Nemendurnir í MR töldu sig öll vel undirbúin fyrir háskólanum þegar að því kemur. Ísold sagði námið í MR hafa orðið viðráðanlegra með árunum „Fyrsta árið var mjög mikil brekka og það verður það örugglega líka í háskóla. En þá veit maður bara að maður getur komist yfir þá brekku og gengið vel.“ 

Bjargey, nemandi í MH, upplifði pressu um að hún þyrfti að ljúka framhaldsskólanáminu á þremur árum. Valgerður sagði að hún viti ekki hvað hún vilji gera eftir stúdentinn. „Þá er svo gott að hafa þessi fjögur ár til að ákveða og prófa allskonar. Í staðinn fyrir að fara í eitthvað í háskólanum, hætta og fara að vinna þegar ég gæti verið að læra og þroskast. Auðvitað er mikill þroski sem hægt er að ná utan menntaskóla en svo er það líka félagsþroskinn þegar þú tekur þátt í nemendafélaginu.“

Enginn tími fyrir annað en skóla „Ég veit um marga sem að eru í basli með að ná einingafjölda og eru í mjög mörgum áföngum og hafa ekki tíma til að taka þátt í hlutum fyrir utan skólann,“ sagði Svanbjörn Orri Thoroddsen. Með honum á myndinni eru þær Bjargey Axelsdóttir og Valgerður Birna Magnúsdóttir, nemendur við Menntaskólann í HamrahlíðKatrín Ásta

Lífið utan skólans

Samkvæmt nemendunum er lykillinn að velgengni í menntaskóla gott skipulag. Þannig hafa þau tíma til að gera aðra hluti en bara læra. 

Nemendurnir við MH svöruðu öll játandi þegar þau voru spurð hvort að námið hefði áhrif á hvað þau geti leyft sér að gera í frítíma sínum. „Ég veit um marga sem að eru í basli með að ná einingafjölda og eru í mjög mörgum áföngum og hafa ekki tíma til að taka þátt í hlutum fyrir utan skólann,“ sagði Svanbjörn. „Það koma tímabil þar sem hefur verið mjög mikið að gera, þannig maður nær ekki að hugsa um neitt mikið annað en skólann.“

Sögðu þau að nemendur geta lent í basli ef þau taka þátt í félagslífinu eina önnina. Þurfa nemendurnir að bæta upp fyrir það seinna í náminu með því að fylla upp í meira en heila stundatöflu. 

Ísold, nemandi í MR, sagði að „maður verður bara að forgangsraða því hvort maður vilji vera „all in“ í náminu alltaf eða gefa sér smá breik stundum.“

Nemendurnir í MR sögðu að það sé erfitt að vera afburðanemandi og taka þátt í félagslífinu þar sem álagið er töluvert. „Maður verður bara að fórna. Verður bara að ákveða hvort þú viljir vera afbragðs nemandi eða aðeins slakari og fyrir vikið ná að sinna félagslífi og lífi utan skólans,“ sagði Magnús.

Þykir þeim það mikill kostur í bekkjakerfinu að upplifa sig ekki vera að missa af einhverju. Sé það vegna þess að þegar þau sjálf þurfa að læra fyrir próf, séu vinir þeirra í bekknum að gera slíkt hið sama. 

„Menntaskólar á Íslandi eru svo miklu meira en bara að læra. Fólk velur menntaskóla út frá mismunandi félagslífi eða út frá mismunandi týpum sem eru kannski í skólanum. Fólk velur sér skóla út af gjörólíkum ástæðum“
Ísold Sturludóttir Hamar

Þykir stytting námsins vera vanhugsuð ákvörðun

Gunnari þykir „þessi ákvörðun sem stjórnvöld tóku á sínum tíma vera vanhugsuð og ekki tekin með heildarsýn.“ Ísold tók undir það og sagði þetta vera ákvörðun sem var ekki tekin með hagsmunum nemendanna í fyrirrúmi. „Það hefur líka verið lítil eftirfylgni eftir þessu. Þeir taka þessa ákvörðun, sem ég tel hafa verið röng ákvörðun og svo hefur þessu ekkert verið fylgt eftir,“ segir Magnús.

Nemendurnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð sögðu að að framboð til nemendafélagsins í MH hafi minnkað til muna. Telja þau að það eigi ekki að vera svona erfitt fyrir nemendur að taka þátt í félagslífinu í skólanum. Þau sögðu að í skólanum sé stór hópur nemenda sem hugsi bara um námið og skilji félagslífið alveg eftir. 

Komu þau með dæmi um nemendur sem tóku auka einingar í öðrum menntaskólum til að útskrifast á þremur árum. „Þetta er eiginlega ómögulegt ef fólk hefur ekki tekið auka áfanga í grunnskóla eða tekur einhvers konar hraðferð,“ sagði Svanbjörn.

Verndað umhverfi„Mér finnst ég engan vegin nógu stór til að vera að ákveða hvað ég vil mennta mig í. Að fá að vera í vernduðu umhverfi eitt ár í viðbót væri geggjað, en það er ekki staðan,“ sagði Ísold Sturludóttir Hamar. Með henni á myndinni eru þeir Gunnar Bjartur Huginsson og Magnús Birnir Þórisson nemendur við Menntaskólann í Reykjavík.Katrín Ásta

Mögulegar lausnir

Spurð hvort þau séu með tillögu að lausn sagði Valgerður „stytta grunnskólann frekar. Ef það er svona mikið vesen að finna leikskólastarfsfólk væri hægt að færa grunnskólann einu ári fyrr ef hann virkilega verður að vera tíu ár. Þá byrjar þú í menntaskóla einu ári fyrr líka en hefur þessi fjögur mótunar ár.“

Svanbjörn lagði til að hafa menntaskólann fjögur ár en leyfa fólki að velja hvort það útskrifist fyrr, líka í bekkjakerfi.

Gunnar, nemandi í MR, sagði að „auðvitað væri hægt að prófa að stytta grunnskóla um eitt ár og hafa framhaldsskólann fjögur ár. Hvort að það myndi virka veit ég ekkert um.“

„Málið er að stór minni hluti nemenda er með kosningarétt. Þá er ekki hægt að kjósa fólkið sem tekur ákvarðanirnar varðandi þeirra nám,“ sagði Ísold. 

„Ég myndi skilja ef þessi ákvörðun hefði verið tekin ef að menntaskóli gengi bara út á námið. En hann gerir það ekki. Fyrir mig er stór hluti af þessu félagslegi þátturinn líka. Mér finnst ég nýbyrjuð núna, á seinustu önninni minni, að eignast góða vini og þá eru þetta ekki bara menntaskóla vinir mínir. Þetta eru bara vinir mínir. Síðan er maður bara að fara eftir smá,“ segir Ísold.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Það segir sitt, ég efa að ég hefði haft tíma fyrir kórinn og leiklistina, eða íþróttaráð ef námið hefði verið 3 ár. Nema ef ég hefði farið í sumarskóla 2 sumur í röð.
    3
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Lengd menntaskóla á ekki að stjórnast af þörfum ráðamanna, heldur hvað vaxandi ungviði er fyrir bestu!!
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu