„Er Bubbi Morthens pabbi minn?“
Smám saman var Ívar Örn Ívarsson að komast aftur til vitundar en var með heilaskaða eftir atburðarásina. Við hlið hans sat faðir hans, Ívar Harðarson, með gítarinn og söng í gegnum sorgina. Það var þann 11. maí 2010 sem Ívar Örn var handtekinn 22 ára gamall í geðrofsástandi og lamaðist varanlega.
Fyrir handtökuna var Ívar heilsuhraustur og lífsglaður. Hann var í langtímasambandi, og stefndi á að stofna eigið fyrirtæki og hefja sölu á fæðubótarefnum. Björt framtíð blasti við.
Allt frá þessum afdrifaríka degi hefur lífið verið eilífur barningur. Barningur við að endurheimta styrk til að geta kyngt sjálfur, talað og gengið nokkur skref; búinn að missa allt sem var honum kærast, nema fjölskylduna.
Feðgarnir eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Faðir Ívars hefur verið við hlið hans allan þennan tíma og þjálfað hann: „Ég ætlaði ekki að gefa stráknum sondu allt lífið og keyra …
Athugasemdir (3)