Almenningshlutafélagið Kvika greiddi rúma 5,5 milljarða króna fyrir 63 prósenta hlut í breska fasteignaveðlánafyrirtækinu Ortus Secured Finance árið 2022 og var viðskiptavild tæplega helmingurinn af kaupverðinu, nærri 2,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Kviku fyrir árið 2022
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku og fyrrverandi forstjóri Kaupþings í London, sagði síðastliðið haust við Viðskiptablaðið að bankinn hafi ætlað að endurfjármagna Ortus en að það hafi ekki verið gert ennþá. „Við stefndum á að endurfjármagna Ortus en þó að bankinn hafi náð að styrkja félagið á undanförnum misserum höfum við þurft að fresta því að ráðast í meiri háttar endurfjármögnun á skuldum þess.“ Ármann er einn af stofnendum og fyrri eigendum Ortusar og var einn stærsti hluthafi Kviku, Stoðir, hluthafi í breska félaginu.
Í kjölfarið á þessum orðum Ármanns um gengi Kviku í London lét framkvæmdastjórinn, Gunnar Sigurðsson, sem meðal annars var forstjóri Baugs á sínum tíma, af störfum hjá …
Kæri greiðandi í Lífeyrissjóði landsins finndist þér þetta eðlileg vinnubrögð og góð fjárfesting með þína peninga?