Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, sjón­varps­mað­ur á Sam­stöð­inni og formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins, taka þátt í um­ræð­um í Pressu.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu
Síðasta tilraun Julian Assange freistar þessu nú í síðasta sinn fyrir breskum dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði afhentur bandarískum yfirvöldum, sem vilja fangelsa hann í allt að 175 ár. Mynd: EPA

Dauði rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í rússnesku fangelsi, yfirvofandi framsal blaðamannsins Julian Assange til Bandaríkjanna og staða útlendingamála á Íslandi verða til umræðu í Pressu í dag, föstudaginn 23. febrúar.

Rætt verður við Kristin Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem staddur er í Lundúnum þar sem von er á niðurstöðu varðandi framsal Assange á hverri stundu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og Gunnar Smári Egilsson, sjónvarpsmaður á Samstöðinni og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, verða við umræðuborðið í þættinum. 

Navalní dó í haldi rússneskra stjórnvalda í Síberíu þann 16. febrúar síðastliðinn, þar sem hann afplánaði níu ára fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Hann var einn mest áberandi stjórnarandstæðingur Rússlands og hafa þjóðarleiðtogar víða krafist þess að stjórnvöld upplýstu að fullu um þá atburðarás sem leiddi til dauða Navalnís. Fjölskylda hans og samstarfsfólk hefur sagt Vladimir Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans. 

Í Lundúnum er von á niðurstöðu dómara í máli Julian Assange sem gerir nú lokatilraun fyrir dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér hátt í tvö hundruð ára fangelsisdóm fyrir birtingu upplýsinga um stríðs­glæpi bandarískra stjórnvalda. Upplýsingarnar komu fram í trúnaðargögnum bandaríska hersins sem lekið var til Wikileaks og svo birtar. Sannleiksgildi gagnanna er ótvírætt en Bandaríkjastjórn vill fangelsa Assange fyrir njósnir. 

Umræða um útlendingamál hefur verið mikil á Íslandi og hafa verið boðaðar breytingar á umgjörð málaflokks innflytjenda og hælisleitenda. Orð formanns Samfylkingarinnar vöktu svo athygli nýverið en hún sagði að opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman. Fögnuðu í kjölfar þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks, sem buðu hana „velkomna á vagninn“, en flokkurinn hafði áður sætt gagnrýni Samfylkingarfólks fyrir harkalega stefnu í málefnum útlendinga. 

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Hefst útsendingin klukkan 12.00.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu