Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, sjón­varps­mað­ur á Sam­stöð­inni og formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins, taka þátt í um­ræð­um í Pressu.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu
Síðasta tilraun Julian Assange freistar þessu nú í síðasta sinn fyrir breskum dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði afhentur bandarískum yfirvöldum, sem vilja fangelsa hann í allt að 175 ár. Mynd: EPA

Dauði rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í rússnesku fangelsi, yfirvofandi framsal blaðamannsins Julian Assange til Bandaríkjanna og staða útlendingamála á Íslandi verða til umræðu í Pressu í dag, föstudaginn 23. febrúar.

Rætt verður við Kristin Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem staddur er í Lundúnum þar sem von er á niðurstöðu varðandi framsal Assange á hverri stundu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og Gunnar Smári Egilsson, sjónvarpsmaður á Samstöðinni og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, verða við umræðuborðið í þættinum. 

Navalní dó í haldi rússneskra stjórnvalda í Síberíu þann 16. febrúar síðastliðinn, þar sem hann afplánaði níu ára fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Hann var einn mest áberandi stjórnarandstæðingur Rússlands og hafa þjóðarleiðtogar víða krafist þess að stjórnvöld upplýstu að fullu um þá atburðarás sem leiddi til dauða Navalnís. Fjölskylda hans og samstarfsfólk hefur sagt Vladimir Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans. 

Í Lundúnum er von á niðurstöðu dómara í máli Julian Assange sem gerir nú lokatilraun fyrir dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér hátt í tvö hundruð ára fangelsisdóm fyrir birtingu upplýsinga um stríðs­glæpi bandarískra stjórnvalda. Upplýsingarnar komu fram í trúnaðargögnum bandaríska hersins sem lekið var til Wikileaks og svo birtar. Sannleiksgildi gagnanna er ótvírætt en Bandaríkjastjórn vill fangelsa Assange fyrir njósnir. 

Umræða um útlendingamál hefur verið mikil á Íslandi og hafa verið boðaðar breytingar á umgjörð málaflokks innflytjenda og hælisleitenda. Orð formanns Samfylkingarinnar vöktu svo athygli nýverið en hún sagði að opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman. Fögnuðu í kjölfar þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks, sem buðu hana „velkomna á vagninn“, en flokkurinn hafði áður sætt gagnrýni Samfylkingarfólks fyrir harkalega stefnu í málefnum útlendinga. 

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Hefst útsendingin klukkan 12.00.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár