Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, sjón­varps­mað­ur á Sam­stöð­inni og formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins, taka þátt í um­ræð­um í Pressu.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu
Síðasta tilraun Julian Assange freistar þessu nú í síðasta sinn fyrir breskum dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði afhentur bandarískum yfirvöldum, sem vilja fangelsa hann í allt að 175 ár. Mynd: EPA

Dauði rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í rússnesku fangelsi, yfirvofandi framsal blaðamannsins Julian Assange til Bandaríkjanna og staða útlendingamála á Íslandi verða til umræðu í Pressu í dag, föstudaginn 23. febrúar.

Rætt verður við Kristin Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem staddur er í Lundúnum þar sem von er á niðurstöðu varðandi framsal Assange á hverri stundu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og Gunnar Smári Egilsson, sjónvarpsmaður á Samstöðinni og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, verða við umræðuborðið í þættinum. 

Navalní dó í haldi rússneskra stjórnvalda í Síberíu þann 16. febrúar síðastliðinn, þar sem hann afplánaði níu ára fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Hann var einn mest áberandi stjórnarandstæðingur Rússlands og hafa þjóðarleiðtogar víða krafist þess að stjórnvöld upplýstu að fullu um þá atburðarás sem leiddi til dauða Navalnís. Fjölskylda hans og samstarfsfólk hefur sagt Vladimir Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans. 

Í Lundúnum er von á niðurstöðu dómara í máli Julian Assange sem gerir nú lokatilraun fyrir dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér hátt í tvö hundruð ára fangelsisdóm fyrir birtingu upplýsinga um stríðs­glæpi bandarískra stjórnvalda. Upplýsingarnar komu fram í trúnaðargögnum bandaríska hersins sem lekið var til Wikileaks og svo birtar. Sannleiksgildi gagnanna er ótvírætt en Bandaríkjastjórn vill fangelsa Assange fyrir njósnir. 

Umræða um útlendingamál hefur verið mikil á Íslandi og hafa verið boðaðar breytingar á umgjörð málaflokks innflytjenda og hælisleitenda. Orð formanns Samfylkingarinnar vöktu svo athygli nýverið en hún sagði að opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman. Fögnuðu í kjölfar þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks, sem buðu hana „velkomna á vagninn“, en flokkurinn hafði áður sætt gagnrýni Samfylkingarfólks fyrir harkalega stefnu í málefnum útlendinga. 

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Hefst útsendingin klukkan 12.00.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár