Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, sjón­varps­mað­ur á Sam­stöð­inni og formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins, taka þátt í um­ræð­um í Pressu.

Dauði Navalní, mál Assange og útlendingamál í Pressu
Síðasta tilraun Julian Assange freistar þessu nú í síðasta sinn fyrir breskum dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði afhentur bandarískum yfirvöldum, sem vilja fangelsa hann í allt að 175 ár. Mynd: EPA

Dauði rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í rússnesku fangelsi, yfirvofandi framsal blaðamannsins Julian Assange til Bandaríkjanna og staða útlendingamála á Íslandi verða til umræðu í Pressu í dag, föstudaginn 23. febrúar.

Rætt verður við Kristin Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem staddur er í Lundúnum þar sem von er á niðurstöðu varðandi framsal Assange á hverri stundu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og Gunnar Smári Egilsson, sjónvarpsmaður á Samstöðinni og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, verða við umræðuborðið í þættinum. 

Navalní dó í haldi rússneskra stjórnvalda í Síberíu þann 16. febrúar síðastliðinn, þar sem hann afplánaði níu ára fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Hann var einn mest áberandi stjórnarandstæðingur Rússlands og hafa þjóðarleiðtogar víða krafist þess að stjórnvöld upplýstu að fullu um þá atburðarás sem leiddi til dauða Navalnís. Fjölskylda hans og samstarfsfólk hefur sagt Vladimir Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans. 

Í Lundúnum er von á niðurstöðu dómara í máli Julian Assange sem gerir nú lokatilraun fyrir dómstólum að koma í veg fyrir að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér hátt í tvö hundruð ára fangelsisdóm fyrir birtingu upplýsinga um stríðs­glæpi bandarískra stjórnvalda. Upplýsingarnar komu fram í trúnaðargögnum bandaríska hersins sem lekið var til Wikileaks og svo birtar. Sannleiksgildi gagnanna er ótvírætt en Bandaríkjastjórn vill fangelsa Assange fyrir njósnir. 

Umræða um útlendingamál hefur verið mikil á Íslandi og hafa verið boðaðar breytingar á umgjörð málaflokks innflytjenda og hælisleitenda. Orð formanns Samfylkingarinnar vöktu svo athygli nýverið en hún sagði að opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman. Fögnuðu í kjölfar þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks, sem buðu hana „velkomna á vagninn“, en flokkurinn hafði áður sætt gagnrýni Samfylkingarfólks fyrir harkalega stefnu í málefnum útlendinga. 

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Hefst útsendingin klukkan 12.00.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár