Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ilmur af sorg, söknuði og sátt

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Sakn­að­ar­ilm­ur sem ný­lega var frum­sýnt í Þjóð­leik­hús­inu.

Ilmur af sorg, söknuði og sátt
Leikhús

Sakn­að­ar­ilm­ur

Höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikstjórn Björn Thors
Leikarar Unnur Ösp Stefánsdóttir

Höfundur bóka: Elísabet Jökulsdóttir Leikmynd: Elín Hansdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðhönnun: Skúli Sverrisson, Aron Þór Arnarsson og Ólöf Arnalds Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir

Þjóðleikhúsið
Niðurstaða:

Saknaðarilmur afhjúpar togstreitu innra með okkur og opnar fyrir samtalið við okkur sjálf. Leikhús sem gefur og töfrar.

Gefðu umsögn

Sýningin Saknaðarilmur, sem frumsýnd var í Kassanum síðastliðna viku, byggir á samnefndri bók Elísabetar Jökulsdóttur og Aprílsólarkulda að auki. Leiksýningar um persónuleg áföll hafa verið áberandi síðastliðin misseri í takt við nýja og opnari tíma. Hættan er sú að þegar við skilgreinum tilvist okkar eingöngu út frá missi og áföllum þá týnum við okkur sjálfum, tengingin við raunveruleikann rofnar og eftir stendur fortíðin sem ekki er hægt að breyta. Samhliða naflaskoðuninni glatast stundum listin á kostnað játninga um vanlíðan.

Rauði þráður Saknaðarilms er vissulega foreldramissir og áföll en sköpunarmáttur Elísabetar þræðir frásögnina og leiðir áhorfendur um víðáttumeiri lendur.  Saknaðarilmur dansar síðan á þessum viðkvæmu slóðum eftir tónlist sem ekki bara aðalpersónan heyrir heldur tónlist sem hún skapar fyrir öll þau sem vilja hlusta og draga lærdóm af fyrir framtíðina.

Elísabet fær að blómstra

Á ferðinni er sama listræna teymið og kom að Vertu úlfur sem sló eftirminnilega í gegn. Í þetta skiptið er hlutverkunum snúið við, Unnur Ösp Stefánsdóttir stendur á leiksviðinu og Björn Thors heldur um leikstjórataumana, en sú fyrrnefnda sá um leikgerðir í bæði skiptin. Unni Ösp tekst að fanga kjarna sögunnar fallega og nálgast með næmu pennastriki. Sumu er sleppt, annað er undirstrikað en Elísabet fær að blómstra.  

Kassinn er með skemmtilegri sviðslistarýmum landsins en er þó háð ýmsum takmörkunum. Þegar leiksviðið var formlega opnað í sinni núverandi mynd árið 2006 fékk Pétur Gautur að spranga um en í þetta skiptið er það Elísabet sem á sviðið, kona sem hefur meðvitað og ómeðvitað barist á móti karlkyns snillingunum allt sitt líf.

Pabbi, kærasti, geðlæknar, leigubílstjórar … Allir krefjast þeir að vísa henni veginn en aldrei á hennar eigin forsendum, aldrei leiðina sem hún vill fara. Í bakgrunni eru konurnar, mæðurnar og kvenkyns sjúklingur á Kleppi sem allir keppast við að hundsa í sundi. Listin er að finna frumlegar lausnir á takmörkuðu rými í samfélaginu og leikhúsinu. Láta ekkert stoppa sig, hugsa út fyrir kassann. En hverjar eru afleiðingarnar þegar mörkin eru alveg þurrkuð út? Hvernig er hægt að finna fótfestu í tómarúmi?

Þessi saga er kannski ekki um mömmu hennar

Þessi saga er ekki um mömmu hennar. Þessi saga er ekki um mömmu hennar. Þessi saga er ekki um mömmu hennar ...

Yfirlýsing sem aðalpersónan endurtekur stöðugt, eins og til að sannfæra sjálfa sig. Þessi saga er kannski ekki um mömmu hennar en þessi saga er um sífelld samskipti milli kynslóða, samskipti milli foreldra og barna og samskipti við sjálfa sig.

Unnur Ösp stendur ein á sviðinu í ríflega níutíu mínútur og frammistaða hennar í Saknaðarilmi er með hennar betri á liðnum árum. Hún gengur ekki endilega inn í hlutverkið með tilheyrandi tilfinningalegum tilþrifum heldur miðlar frekar sögunni með áhrifaríkum hætti. Aðalpersónan stendur til hliðar við sína eigin sögu frekar en að sökkva sér í hana og býður þannig áhorfendum velkomin í sinn heim frekar en að krefja hópinn um að verða vitni að þrautagöngu sinni.

Í samvinnu við hitt listafólkið sem að sýningunni koma skapar Björn jaðarstað: pláss milli lífs og listar, fortíðar og framtíðar, listakonu og áhorfenda … Fjórði veggurinn er sem þunnt tjald milli áhorfenda og Unnar, sem í byrjun tekur áhorfendur inn en síðan kvarnast úr tengingunni samhliða daprandi geðheilsu aðalpersónunnar. Áhugaverð nálgun hjá Birni en virkar ekki sem skyldi og letur sýninguna frekar en að dýpka.

Leikrit til að upplifa

Á síðastliðnum árum hefur myndlistarkonan Elín Hansdóttir komið sterk inn á leiksviðið með hönnun sinni. Elín notar tómið sem upphafspunkt og í stað þess að keppast við að fylla það leikur hún sér að tómarúminu, fegrar og upplyftir, sem á einstaklega vel við hér. Björn Bergsteinn Guðmundsson sýnir hér framúrskarandi vinnu, enda með okkar bestu ljósahönnuðum. Í heildina styður lýsingin laglega við sýninguna en Björn hikar ekki við að undirstrika nokkur atriði eftirminnilega, þar má helst telja augnablik til að draga fram einmanaleika með ljóstíru og geðrof með glitrandi hætti. Tónlistarfólkið og hljóðhönnuðir kynda síðan rækilega undir þessum jaðarheim en búningahönnun og sviðshreyfingar skilja minna eftir sig.

Saknaðarilmur er leikrit til að upplifa. Áföll og sorg eru persónulegur harmleikur sem hver manneskja verður að takast á við á sínum eigin forsendum en fortíðin getur verið hættulegur tilvistarstaður til að dvelja í til lengri tíma. Aftur á móti getur uppgjör við liðna tíð verið veganesti til framtíðar. Saknaðarilmur fjallar ekki um sorg heldur sátt. Sagan gengur kannski ekki alltaf upp á leiksviði en er áminning fyrir áhorfendur að líta í eigin barm, endurskoða fyrri reynslu og hlusta á fossinn innra með okkur. Til þess er leikhús, til þess er saga Elísabetar.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár