Seinni mynd:
Útlínur hvaða ríkis má sjá hér?
Almennar spurningar:
- Hvaða íslenska söngkona sló í gegn með HLH-flokknum, sællar minningar?
- Hvaða enska fótboltalið í fremstu röð leikur í alrauðum búningum?
- En hvaða íslenska fótboltalið leikur í svarthvítum treyjum með röndum?
- Hver skrifaði skáldsöguna DJ Bambi sem kom út fyrir síðustu jól?
- Hvaða íslenska hljómsveit gaf út lögin Vestur-Berlín og Þú lýgur árið 2017?
- Í hvaða evrópsku stórborg er frægt hverfi sem nefnist Plaka?
- En í hvaða borg er hverfið Mitte?
- Í Frakklandi á 18. öld var talað um „stéttirnar þrjár“. Hverjar voru fyrstu stéttirnar tvær? (Þriðja stétt var „allir hinir“)
- Hvaða ár hófst heimastjórnin á Íslandi?
- En hvaða ár lagðist hún niður?
- Hvað hét trommuleikarinn sem Ringo Starr leysti af hólmi í Bítlunum?
- Beyoncé gefur út plötu í lok mánaðarins. Hvaða tónlistarstefna verður þar áberandi?
- „Cogito, ergo sum.“ Hvað þýðir þetta?
- Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?
- Hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi stóð að baki dagblaðinu Tímanum?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Elísabet Englandsdrottning 1. Á seinni myndinni eru útlínur Spánar, eingöngu meginlandsins þó.
Svör við almennum spurningum:
1. Sigga Beinteins. — 2. Liverpool. — 3. KR. — 4. Auður Ava. — 5. HAM. — 6. Aþena. — 7. Berlín. — 8. Aðall og klerkar. — 9. 1904. — 10. 1918 þegar Ísland varð fullvalda. — 11. Pete Best. — 12. Kántrí. — 13. „Ég hugsa, því er ég (til)“. — 14. Myndlist. — 15. Framsóknarflokkurinn.
Athugasemdir (2)