Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 8. mars 2024: Hver er þessi prúða kona? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. mars.

Spurningaþraut 8. mars 2024: Hver er þessi prúða kona? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er konan á myndinni?

Seinni mynd:

Útlínur hvaða ríkis má sjá hér?

Almennar spurningar: 

  1. Hvaða íslenska söngkona sló í gegn með HLH-flokknum, sællar minningar?
  2. Hvaða enska fótboltalið í fremstu röð leikur í alrauðum búningum?
  3. En hvaða íslenska fótboltalið leikur í svarthvítum treyjum með röndum?
  4. Hver skrifaði skáldsöguna DJ Bambi sem kom út fyrir síðustu jól?
  5. Hvaða íslenska hljómsveit gaf út lögin Vestur-Berlín og Þú lýgur árið 2017?
  6. Í hvaða evrópsku stórborg er frægt hverfi sem nefnist Plaka?
  7. En í hvaða borg er hverfið Mitte?
  8. Í Frakklandi á 18. öld var talað um „stéttirnar þrjár“. Hverjar voru fyrstu stéttirnar tvær? (Þriðja stétt var „allir hinir“)
  9. Hvaða ár hófst heimastjórnin á Íslandi?
  10. En hvaða ár lagðist hún niður?
  11. Hvað hét trommuleikarinn sem Ringo Starr leysti af hólmi í Bítlunum?
  12. Beyoncé gefur út plötu í lok mánaðarins. Hvaða tónlistarstefna verður þar áberandi?
  13. „Cogito, ergo sum.“ Hvað þýðir þetta?
  14. Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?
  15. Hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi stóð að baki dagblaðinu Tímanum?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Elísabet Englandsdrottning 1. Á seinni myndinni eru útlínur Spánar, eingöngu meginlandsins þó.

Svör við almennum spurningum:
1.  Sigga Beinteins.  —  2.  Liverpool.  —  3.  KR.  —  4.  Auður Ava.  —  5.  HAM.  —  6.  Aþena.  —  7.  Berlín.  —  8.  Aðall og klerkar.  —  9.  1904.  —  10.  1918 þegar Ísland varð fullvalda.  —  11.  Pete Best.  —  12.  Kántrí.  —  13.  „Ég hugsa, því er ég (til)“.  —  14.  Myndlist.  —  15.  Framsóknarflokkurinn.
Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár